Naumur sigur Króata | Öruggt hjá Spánverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2015 19:36 Joan Cañellas skoraði þrjú mörk fyrir Spán gegn Túnis. vísir/getty Króatía vann nauman sigur, 26-25, á Brasilíu í 16-liða úrslitum á HM í Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum þar sem Króatar mæta annað hvort Póllandi eða Svíþjóð. Brasilíumenn hafa spilað vel á HM og héldu því áfram gegn Króötum sem unnu alla sína leiki í B-riðli. Króatía byrjaði leikinn betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan 4-1. Brasilíumenn unnu sig inn í leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 8-9, um miðjan fyrri hálfleik. Þeir áttu svo góðan endasprett í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 12-11 í 13-15 á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Óhætt er að segja að Luis Ricardo Nascimento, markvörður Brasilíu, hafi stolið senunni í fyrri hálfleiks en hann varði þrjú vítaköst frá leikmönnum Króatíu, eða öll þau vítaskot sem hann reyndi við. Króatar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, skelltu í lás í vörninni, skoruðu fimm fyrstu mörk í seinni hálfleiks og komust í 18-15. En Brasilíumenn brotnuðu ekki, jöfnuðu og náðu forystunni á nýjan leik. Liðin héldust í hendur það sem eftir lifði leiks en Króatar reyndust sterkari á svellinu undir lokin. Igor Karacic og Domagoj Duvnjak komu Króatíu tveimur mörkum yfir, 26-24. Brasilía náði að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en nær komst liðið ekki og Króatar eru því komnir í 8-liða úrslitin. Duvnjak, Manuel Strlek og Marco Kopljar voru markahæstir í liði Króatíu með fjögur mörk hver en þrír leikmenn komu næstir með þrjú mörk hver. Joao Silva skoraði fimm mörk fyrir Brasilíu. Í Lusail Sports Arena mættust Spánn og Túnis. Það var leikur kattarins að músinni en Spánverjar unnu auðveldan átta marka sigur, 28-20. Helmingsmunur var á liðunum í hálfleik, 18-9, en varnarleikur heimsmeistaranna var öflugur og Gonzalo Pérez de Vargas átti góðan leik í markinu. Túnismenn héldu í við Spánverja í seinni hálfleik og unnu hann 10-11. Spánverjar unnu samt sem áður þægilegan átta marka sigur, 28-20 og mæta annað hvort Íslandi eða Danmörku í 8-liða úrslitunum. Cristian Ugalde var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk en Raúl Entrerríos, Joan Cañellas, Antonio García og Víctor Tomás komu næstir með þrjú mörk hver. Oussama Boughanmi skoraði mest í liði Túnis, eða fimm mörk. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00 Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22 Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Króatía vann nauman sigur, 26-25, á Brasilíu í 16-liða úrslitum á HM í Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum þar sem Króatar mæta annað hvort Póllandi eða Svíþjóð. Brasilíumenn hafa spilað vel á HM og héldu því áfram gegn Króötum sem unnu alla sína leiki í B-riðli. Króatía byrjaði leikinn betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan 4-1. Brasilíumenn unnu sig inn í leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 8-9, um miðjan fyrri hálfleik. Þeir áttu svo góðan endasprett í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 12-11 í 13-15 á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Óhætt er að segja að Luis Ricardo Nascimento, markvörður Brasilíu, hafi stolið senunni í fyrri hálfleiks en hann varði þrjú vítaköst frá leikmönnum Króatíu, eða öll þau vítaskot sem hann reyndi við. Króatar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, skelltu í lás í vörninni, skoruðu fimm fyrstu mörk í seinni hálfleiks og komust í 18-15. En Brasilíumenn brotnuðu ekki, jöfnuðu og náðu forystunni á nýjan leik. Liðin héldust í hendur það sem eftir lifði leiks en Króatar reyndust sterkari á svellinu undir lokin. Igor Karacic og Domagoj Duvnjak komu Króatíu tveimur mörkum yfir, 26-24. Brasilía náði að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en nær komst liðið ekki og Króatar eru því komnir í 8-liða úrslitin. Duvnjak, Manuel Strlek og Marco Kopljar voru markahæstir í liði Króatíu með fjögur mörk hver en þrír leikmenn komu næstir með þrjú mörk hver. Joao Silva skoraði fimm mörk fyrir Brasilíu. Í Lusail Sports Arena mættust Spánn og Túnis. Það var leikur kattarins að músinni en Spánverjar unnu auðveldan átta marka sigur, 28-20. Helmingsmunur var á liðunum í hálfleik, 18-9, en varnarleikur heimsmeistaranna var öflugur og Gonzalo Pérez de Vargas átti góðan leik í markinu. Túnismenn héldu í við Spánverja í seinni hálfleik og unnu hann 10-11. Spánverjar unnu samt sem áður þægilegan átta marka sigur, 28-20 og mæta annað hvort Íslandi eða Danmörku í 8-liða úrslitunum. Cristian Ugalde var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk en Raúl Entrerríos, Joan Cañellas, Antonio García og Víctor Tomás komu næstir með þrjú mörk hver. Oussama Boughanmi skoraði mest í liði Túnis, eða fimm mörk.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00 Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22 Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09
Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00
Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22
Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52