Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 08:00 Hans Óttar Lindberg er einn besti hornamaður heims. vísir/getty Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld en hornamaðurinn Hans Lindberg, sem er fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra, segir að leikurinn í dag sé fyrir hann eins og hver annar. „Ég á yfir 200 leiki að baki með danska landsliðinu og þar af eru um 20 gegn Íslandi. Við virðumst alltaf spila við þá,“ sagði Lindberg í samtali við Vísi í gær. „Það er ekkert sérstakt fyrir mig að spila við Ísland frekar en önnur lið. Þetta snýst um 16-liða úrslitin, spila eins vel og við getum og komast áfram í 8-liða úrslitin.“ Hann hefur ekki heldur áhyggjur af því að Guðmundur Guðmundsson muni eiga í erfiðleikum að spila gegn Íslandi. „Hann er búinn að vera að horfa á myndbandsupptökur í alla nótt og við njótum góðs af þeirri miklu vinnu sem hann leggur á sig. Markmið okkar nú er að sýna okkar besta og vinna leikinn.“ Lindberg segir að Danir gefi lítið út á allt tal um að Danir séu sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það skipti engu máli. „Íslendingar eru góðir og alltaf hættulegur andstæðingur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og þekkja styrkleika og veikleika hvors annars.“ „Það er kostur fyrir íslenska liðið að þekkja Guðmund og það sem hann gerir. En við munum auðvitað lítast til þess að nýtta okkur þekkingu Guðmundar á íslenska liðinu og vonandi gefur það okkur forskot.“ „En í grunninn eru þetta tvö lið sem munu eigast við í 60 mínútur enda leikir gegn Íslandi alltaf jafnir og spennandi.“ Lindberg segist sáttur við stöðu danska liðsins miðað við frammistöðuna til þessa. „Við höfum ekki tapað leik til þessa en urðum af tveimur stigum með því að gera jafntefli við Argentínu og Þýskaland.“ „En þetta er langt mót og gott að slæmu leikirnir okkar komu ekki í útsláttarkeppni. Þá værum við úr leik. Við höfum náð að bæta okkur síðan þá og átti fleiri og lengri góða kafla með hverjum leiknum. Vonandi höldum við áfram á þeirri braut.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld en hornamaðurinn Hans Lindberg, sem er fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra, segir að leikurinn í dag sé fyrir hann eins og hver annar. „Ég á yfir 200 leiki að baki með danska landsliðinu og þar af eru um 20 gegn Íslandi. Við virðumst alltaf spila við þá,“ sagði Lindberg í samtali við Vísi í gær. „Það er ekkert sérstakt fyrir mig að spila við Ísland frekar en önnur lið. Þetta snýst um 16-liða úrslitin, spila eins vel og við getum og komast áfram í 8-liða úrslitin.“ Hann hefur ekki heldur áhyggjur af því að Guðmundur Guðmundsson muni eiga í erfiðleikum að spila gegn Íslandi. „Hann er búinn að vera að horfa á myndbandsupptökur í alla nótt og við njótum góðs af þeirri miklu vinnu sem hann leggur á sig. Markmið okkar nú er að sýna okkar besta og vinna leikinn.“ Lindberg segir að Danir gefi lítið út á allt tal um að Danir séu sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það skipti engu máli. „Íslendingar eru góðir og alltaf hættulegur andstæðingur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og þekkja styrkleika og veikleika hvors annars.“ „Það er kostur fyrir íslenska liðið að þekkja Guðmund og það sem hann gerir. En við munum auðvitað lítast til þess að nýtta okkur þekkingu Guðmundar á íslenska liðinu og vonandi gefur það okkur forskot.“ „En í grunninn eru þetta tvö lið sem munu eigast við í 60 mínútur enda leikir gegn Íslandi alltaf jafnir og spennandi.“ Lindberg segist sáttur við stöðu danska liðsins miðað við frammistöðuna til þessa. „Við höfum ekki tapað leik til þessa en urðum af tveimur stigum með því að gera jafntefli við Argentínu og Þýskaland.“ „En þetta er langt mót og gott að slæmu leikirnir okkar komu ekki í útsláttarkeppni. Þá værum við úr leik. Við höfum náð að bæta okkur síðan þá og átti fleiri og lengri góða kafla með hverjum leiknum. Vonandi höldum við áfram á þeirri braut.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15
Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45