Verður Gunnar Steinn leynivopn Íslands gegn Guðmundi? Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 19:00 Gunnar Steinn Jónsson átti góða innkomu í lið Íslands fyrir leikinn gegn Egyptalandi í gær. Hann skoraði þrjú mörk í fjarveru Arons Pálmarssnoar en Gunnar Steinn var kallaður inn í hópinn vegna höfuðmeiðsla Arons. „Það var gott að fá að vera þátttakandi á þessu móti enda hefur það verið skrýtið að standa fyrir utan hópinn og horfa á,“ sagði Gunnar Steinn en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég held að ég hafi náð að hjálpa liðinu í þessum leik og var ég ánægðastur með það. Ég á heldur ekki mörg stórmót að baki og var gott að þurfa ekki að taka eitt í forsetabikarnum,“ bætti hann við en ef Ísland hefði tapað í gær hefði það farið í úrslitakeppni átta neðstu liða mótsins sem nefnist forsetabikarinn. Hann segir að það hafi skipt miklu máli að menn mættu vel stemmdir til leiks gegn Egyptalandi í gær. „Það var ekkert inni í myndinni að tapa honum. Það munar miklu á gæðum leiksins ef maður er fimm prósentum tilbúnari þá gengur allt mun betur.“ Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort að Egyptaland, sem var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum hafi mætt afslappaðra til leiks en í öðrum leikjum sínum. „Það var minna undir fyrir þá og ekki eins mikilvægt fyrir þá að vinna og okkur. Fyrir okkur var þetta leikur upp á líf og dauða,“ sagði Gunnar Steinn en strákarnir mæta Danmörku í 16-liða úrslitunum á morgun. „Við eigum séns í öll lið á góðum degi þó svo að Danir þykja sigurstranglegri og kannski með pressuna á sér. Við unnum þá í undirbúningnum okkar fyrir mótið og getum alveg unnið þá aftur nú.“ Gunnar Steinn er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem ekki á landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. „Hann valdi mig aldrei. Ég held að maður verði að stefn á að sýna honum af hverju hann missti,“ sagði hann og brosti. „Hann kannski veit þá minna um mig. Ég get þá verið leynivopnið.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson átti góða innkomu í lið Íslands fyrir leikinn gegn Egyptalandi í gær. Hann skoraði þrjú mörk í fjarveru Arons Pálmarssnoar en Gunnar Steinn var kallaður inn í hópinn vegna höfuðmeiðsla Arons. „Það var gott að fá að vera þátttakandi á þessu móti enda hefur það verið skrýtið að standa fyrir utan hópinn og horfa á,“ sagði Gunnar Steinn en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég held að ég hafi náð að hjálpa liðinu í þessum leik og var ég ánægðastur með það. Ég á heldur ekki mörg stórmót að baki og var gott að þurfa ekki að taka eitt í forsetabikarnum,“ bætti hann við en ef Ísland hefði tapað í gær hefði það farið í úrslitakeppni átta neðstu liða mótsins sem nefnist forsetabikarinn. Hann segir að það hafi skipt miklu máli að menn mættu vel stemmdir til leiks gegn Egyptalandi í gær. „Það var ekkert inni í myndinni að tapa honum. Það munar miklu á gæðum leiksins ef maður er fimm prósentum tilbúnari þá gengur allt mun betur.“ Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort að Egyptaland, sem var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum hafi mætt afslappaðra til leiks en í öðrum leikjum sínum. „Það var minna undir fyrir þá og ekki eins mikilvægt fyrir þá að vinna og okkur. Fyrir okkur var þetta leikur upp á líf og dauða,“ sagði Gunnar Steinn en strákarnir mæta Danmörku í 16-liða úrslitunum á morgun. „Við eigum séns í öll lið á góðum degi þó svo að Danir þykja sigurstranglegri og kannski með pressuna á sér. Við unnum þá í undirbúningnum okkar fyrir mótið og getum alveg unnið þá aftur nú.“ Gunnar Steinn er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem ekki á landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. „Hann valdi mig aldrei. Ég held að maður verði að stefn á að sýna honum af hverju hann missti,“ sagði hann og brosti. „Hann kannski veit þá minna um mig. Ég get þá verið leynivopnið.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36
Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18