Dagur: Feginn að sleppa við sirkusinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 10:02 Dagur Sigurðsson á blaðamannafundinum á Hilton-hótelinu í morgun. Vísir/Eva Björk Dagur Sigurðsson undirbýr lið sitt nú fyrir erfiðan leik gegn Egyptalandi í 16-liða úrslitum HM í Katar á morgun. Þýskaland vann í gær öruggan sigur á Sádí Arabíu og tryggði sér þar með sigur í hinum geysisterka C-riðli. Hann var spurður á blaðamannafundi þýska liðsins hvort hann væri feginn að hafa sloppið við Ísland í 16-liða úrslitunum. „Já. Ekki síst til að forðast einmitt þessar spurningar,“ sagði Dagur og uppskar mikinn hlátur á fundinum. Vísir hitti á hann svo eftir við hann og spurði hann út í ummælin. „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hvað þeir geta verið erfiðir í svona leikjum, þar sem allt er undir. Þeir eru reynslumiklir og ef þeir fara réttu megin fram úr er erfitt að eiga að við þá,“ sagði Dagur en viðtalið má heyra hér efst í fréttinni. „Í öðru lagi bara til að losna við sirkusinn,“ sagði hann og hló. Dagur segir að gengi þýska liðsins í riðlinum hafi vissulega verið framar vonum en Þjóðverjar urðu efstir í riðlinum en gátu samt leyft sér að taka því rólega gegn Sádí Arabíu í gær. „Að enda í fyrsta sæti í þessum riðli er svolítil upphefð fyrir okkur þó það sé engin ávísun um sigur í næsta leik. En maður finnur að það er aðeins léttara í kringum handboltann í Þýskalandi þar sem þeir sjá nú að þeir eru ekki búnir að missa af lestinni með landsliðið sitt. Þeir endurheimtu smá stolt.“ Það kom Degi á óvart að Þjóðverjum hafi tekist að vinna riðilinn. „Það verður bara að segjast eins og er. Mjög margt gekk upp hjá okkur - bæði varðandi leikmannavalið og hvernig ungir strákar hafa stigið upp.“ „Það var ekki hægt að reikna með því leik eftir leik og þó svo að ég hafi vitað að þeir gætu spilað flottan handbolta var maður ekki viss um að þeir gætu haldið haus í svo mikilvægum leikjum.“ Egyptaland hefur mikinn stuðning hér í Katar og skapast frábær stemning á leikjum liðsins. Dagur reiknar með að það geti skipt máli í leiknum á morgun. „Þetta verður 50/50 leikur, þannig lagað. Við erum kannski eitthvað sterkari í handbolta en þeir fara langt á krafti, vilja og djöfulgangi. Þetta verður örugglega erfitt og það er bara gaman að takast á við það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 „Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00 Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Dagur Sigurðsson undirbýr lið sitt nú fyrir erfiðan leik gegn Egyptalandi í 16-liða úrslitum HM í Katar á morgun. Þýskaland vann í gær öruggan sigur á Sádí Arabíu og tryggði sér þar með sigur í hinum geysisterka C-riðli. Hann var spurður á blaðamannafundi þýska liðsins hvort hann væri feginn að hafa sloppið við Ísland í 16-liða úrslitunum. „Já. Ekki síst til að forðast einmitt þessar spurningar,“ sagði Dagur og uppskar mikinn hlátur á fundinum. Vísir hitti á hann svo eftir við hann og spurði hann út í ummælin. „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hvað þeir geta verið erfiðir í svona leikjum, þar sem allt er undir. Þeir eru reynslumiklir og ef þeir fara réttu megin fram úr er erfitt að eiga að við þá,“ sagði Dagur en viðtalið má heyra hér efst í fréttinni. „Í öðru lagi bara til að losna við sirkusinn,“ sagði hann og hló. Dagur segir að gengi þýska liðsins í riðlinum hafi vissulega verið framar vonum en Þjóðverjar urðu efstir í riðlinum en gátu samt leyft sér að taka því rólega gegn Sádí Arabíu í gær. „Að enda í fyrsta sæti í þessum riðli er svolítil upphefð fyrir okkur þó það sé engin ávísun um sigur í næsta leik. En maður finnur að það er aðeins léttara í kringum handboltann í Þýskalandi þar sem þeir sjá nú að þeir eru ekki búnir að missa af lestinni með landsliðið sitt. Þeir endurheimtu smá stolt.“ Það kom Degi á óvart að Þjóðverjum hafi tekist að vinna riðilinn. „Það verður bara að segjast eins og er. Mjög margt gekk upp hjá okkur - bæði varðandi leikmannavalið og hvernig ungir strákar hafa stigið upp.“ „Það var ekki hægt að reikna með því leik eftir leik og þó svo að ég hafi vitað að þeir gætu spilað flottan handbolta var maður ekki viss um að þeir gætu haldið haus í svo mikilvægum leikjum.“ Egyptaland hefur mikinn stuðning hér í Katar og skapast frábær stemning á leikjum liðsins. Dagur reiknar með að það geti skipt máli í leiknum á morgun. „Þetta verður 50/50 leikur, þannig lagað. Við erum kannski eitthvað sterkari í handbolta en þeir fara langt á krafti, vilja og djöfulgangi. Þetta verður örugglega erfitt og það er bara gaman að takast á við það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 „Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00 Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48
Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37
„Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00
Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30