Aron: Það var enginn morgundagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2015 20:26 Aron á hliðarlínunni í dag. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið einkar góð tilfinning að sjá íslenska landsliðið landa sigri gegn Egyptalandi í kvöld og tryggja sér þannig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Þú getur ímyndað þér hvernig okkur öllum hefur liðið frá því í síðasta leik. Það var enginn morgundagur hjá okkur,“ sagði Aron en Ísland tapaði fyrir Tékklandi á fimmtudag með ellefu marka mun og þurfti nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Hver einasti maður undirbjó sig virkilega vel fyrir þennan leik og allir leikmenn tóku virkilega mikla ábyrgð. Reynslumiklir menn komu sterkir inn í undirbúninginn og við lögðum mikið í hann.“ „Þjóðarstoltið er mikið í okkur Íslendingum og það var gaman að sjá hvernig strákarnir komu til baka.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur þrátt fyrir að Egyptar hafi komist í 4-1 forystu í leiknum í kvöld. „Mér fannst þvílíkur hugur í okkur. Það voru allir klárir og afar fórnfúsir og mér fannst spennustigið rétt. Við vorum óheppnir með vissa hluti í upphafi en menn voru bara sterkir á því og við náðum að vinna okkur jafnt og þétt inn í leikinn.“ Ísland var með 15-10 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Egyptar komu inn í þann síðari af miklum krafti og hleyptu meiri spennu í leikinn. Aron átti von á því. „Við vorum búnir að undirbúa það og gátum þolað það. Það var svo frábært að geta landað þessu - þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi komið þá strerkur inn og við gert nokkra tæknifeila og lent í undirtölu. En við náðum alltaf að standa allt af okkur sem var frábært.“ Egyptar byrjuðu með nokkra leikmenn í kvöld sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa en í síðari hálfleik spiluðu þeir lengst af á sínum sterkasta mannskap. „Þjálfarinn þeirra hefur gert þetta nokkrum sinnum í mótinu. Hann virðist vera að dreifa á álaginu á milli manna en eftir byrjunina þá setur hann ásana sína inn á og þeir spila bróðurpart leiksins.“ „Ég held að hann hafi veðjað á ferska krafta því að þeirra vörn útheimtir mikla orku. Þeir voru komnir í 16-liða úrslitin og ætla sér eitthvað áfram. Þá verða þeir að vera með menn ferska.“ Ísland mætir Danmörku á mánudag og ljóst að verkefni strákanna verður erfitt. „Nú þurfum við aðeins að ná okkur niður. Það var bara þessi leikur og nú þurfum við að jafna okkur og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Þetta verður bara spennandi.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið einkar góð tilfinning að sjá íslenska landsliðið landa sigri gegn Egyptalandi í kvöld og tryggja sér þannig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Þú getur ímyndað þér hvernig okkur öllum hefur liðið frá því í síðasta leik. Það var enginn morgundagur hjá okkur,“ sagði Aron en Ísland tapaði fyrir Tékklandi á fimmtudag með ellefu marka mun og þurfti nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Hver einasti maður undirbjó sig virkilega vel fyrir þennan leik og allir leikmenn tóku virkilega mikla ábyrgð. Reynslumiklir menn komu sterkir inn í undirbúninginn og við lögðum mikið í hann.“ „Þjóðarstoltið er mikið í okkur Íslendingum og það var gaman að sjá hvernig strákarnir komu til baka.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur þrátt fyrir að Egyptar hafi komist í 4-1 forystu í leiknum í kvöld. „Mér fannst þvílíkur hugur í okkur. Það voru allir klárir og afar fórnfúsir og mér fannst spennustigið rétt. Við vorum óheppnir með vissa hluti í upphafi en menn voru bara sterkir á því og við náðum að vinna okkur jafnt og þétt inn í leikinn.“ Ísland var með 15-10 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Egyptar komu inn í þann síðari af miklum krafti og hleyptu meiri spennu í leikinn. Aron átti von á því. „Við vorum búnir að undirbúa það og gátum þolað það. Það var svo frábært að geta landað þessu - þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi komið þá strerkur inn og við gert nokkra tæknifeila og lent í undirtölu. En við náðum alltaf að standa allt af okkur sem var frábært.“ Egyptar byrjuðu með nokkra leikmenn í kvöld sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa en í síðari hálfleik spiluðu þeir lengst af á sínum sterkasta mannskap. „Þjálfarinn þeirra hefur gert þetta nokkrum sinnum í mótinu. Hann virðist vera að dreifa á álaginu á milli manna en eftir byrjunina þá setur hann ásana sína inn á og þeir spila bróðurpart leiksins.“ „Ég held að hann hafi veðjað á ferska krafta því að þeirra vörn útheimtir mikla orku. Þeir voru komnir í 16-liða úrslitin og ætla sér eitthvað áfram. Þá verða þeir að vera með menn ferska.“ Ísland mætir Danmörku á mánudag og ljóst að verkefni strákanna verður erfitt. „Nú þurfum við aðeins að ná okkur niður. Það var bara þessi leikur og nú þurfum við að jafna okkur og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Þetta verður bara spennandi.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15