Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 17:48 Johannes Sellin skoraði 11 mörk fyrir Þýskaland í dag. vísir/getty Argentínumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu þriggja marka sigur, 27-30, á Rússum í lokaleik sínum í D-riðli Heimsmeistaramótsins í handbolta í Katar. Með sigrinum tryggði Argentína sér sæti í 16-liða úrslitum á kostnað Rússlands. Þar mætir Argentína annað hvort Svíþjóð eða Frakklandi. Rússar voru yfir framan af leik en Argentínumenn jöfnuðu og leiddu með einu marki í hálfleik, 16-17. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 23-23. Þá fóru Argentínumenn á flug, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu heljartaki á leiknum sem þeir létu ekki af hendi. Hornamaðurinn Federico Pizarro fór á kostum í liði Argentínu og skoraði níu mörk úr 11 skotum. Diego Simonet var einnig sterkur með sjö mörk og Federico Vieyra skoraði sex. Daniil Shishkarev skoraði sjö mörk fyrir Rússland sem er á leið í Forsetabikarinn. Þjóðverjar áttu ekki í miklum vandræðum með Sádí-Arabíu í sama riðli. Þýska liðið var miklu sterkara og leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 8-18. Lærisveinar Dags Sigurðssonar bættu við forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum 17 marka sigur, 19-36. Hornamennirnir Johannes Sellin og Matthias Musche nýttu tækifærið í dag vel og skoruðu 11 mörk hvor. Línumaðurinn Erik Schmidt kom næstur með átta mörk. Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fjögur mörk. Sádarnir töpuðu öllum sínum leikjum og fara í Forsetabikarinn ásamt Rússum. Þjóðverjar unnu D-riðilinn með níu stig og mæta Egyptum í 16-liða úrslitunum. HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira
Argentínumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu þriggja marka sigur, 27-30, á Rússum í lokaleik sínum í D-riðli Heimsmeistaramótsins í handbolta í Katar. Með sigrinum tryggði Argentína sér sæti í 16-liða úrslitum á kostnað Rússlands. Þar mætir Argentína annað hvort Svíþjóð eða Frakklandi. Rússar voru yfir framan af leik en Argentínumenn jöfnuðu og leiddu með einu marki í hálfleik, 16-17. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 23-23. Þá fóru Argentínumenn á flug, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu heljartaki á leiknum sem þeir létu ekki af hendi. Hornamaðurinn Federico Pizarro fór á kostum í liði Argentínu og skoraði níu mörk úr 11 skotum. Diego Simonet var einnig sterkur með sjö mörk og Federico Vieyra skoraði sex. Daniil Shishkarev skoraði sjö mörk fyrir Rússland sem er á leið í Forsetabikarinn. Þjóðverjar áttu ekki í miklum vandræðum með Sádí-Arabíu í sama riðli. Þýska liðið var miklu sterkara og leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 8-18. Lærisveinar Dags Sigurðssonar bættu við forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum 17 marka sigur, 19-36. Hornamennirnir Johannes Sellin og Matthias Musche nýttu tækifærið í dag vel og skoruðu 11 mörk hvor. Línumaðurinn Erik Schmidt kom næstur með átta mörk. Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fjögur mörk. Sádarnir töpuðu öllum sínum leikjum og fara í Forsetabikarinn ásamt Rússum. Þjóðverjar unnu D-riðilinn með níu stig og mæta Egyptum í 16-liða úrslitunum.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira