Branden Grace hafði sigur eftir spennuþrunginn lokahring í Katar 24. janúar 2015 14:15 Grace hafði ríka ástæðu til að fagna á lokaholunni dag. Getty Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sigraði á Bank Qatar Masters sem kláraðist nú um hádegisbilið en gríðarleg spenna einkenndi lokahringinn þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu holu. Fyrir hringinn deildu þeir Bernd Wieseberger, Marc Warren og Brendan Grace forystunni en þeir héldust í hendur á lokahringnum og þegar að þrjár holur voru eftir sátu þeir enn saman í fyrsta sæti á 16 höggum undir pari. Þá tók Brendan Grace til sinna mála og nældi sér í glæsilegan örn á stuttri par fjögur holu en hann innsiglaði síðan sigurinn með góðum fugli á lokaholunni. Grace sigraði því á 19 höggum undir pari en Marc Warren frá Skotlandi nældi sér í annað sætið á 18 höggum undir meðan að Austurríkismaðurinn Wieseberger þurfti að sætta sig við það þriðja. Sigurinn hjá Grace er hans sjötti á Evrópumótaröðinni á aðeins þremur árum en hann sigraði síðast á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fór í desember á síðasta ári. Næsta mót á Evrópumótaröðinni fer fram í Dubai í næstu viku en þar verða margir af bestu kylfingum heims meðal þátttakenda, meðal annars Rory McIlroy, Martin Kaymer, Sergio Garcia og Henrik Stenson. Þrátt fyrir að Bank Qatar Masters hafi klárast í dag er enn mikið golf óleikið um helgina en í Kaliforníuríki fer fram Humana Challenge sem partur er af PGA-mótaröðinni. Eftir tvo hringi þar er reynsluboltinn Matt Kuchar í forystu en bein útsending frá mótinu verður á Golfstöðinni frá klukkan 20:00 í kvöld. Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sigraði á Bank Qatar Masters sem kláraðist nú um hádegisbilið en gríðarleg spenna einkenndi lokahringinn þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu holu. Fyrir hringinn deildu þeir Bernd Wieseberger, Marc Warren og Brendan Grace forystunni en þeir héldust í hendur á lokahringnum og þegar að þrjár holur voru eftir sátu þeir enn saman í fyrsta sæti á 16 höggum undir pari. Þá tók Brendan Grace til sinna mála og nældi sér í glæsilegan örn á stuttri par fjögur holu en hann innsiglaði síðan sigurinn með góðum fugli á lokaholunni. Grace sigraði því á 19 höggum undir pari en Marc Warren frá Skotlandi nældi sér í annað sætið á 18 höggum undir meðan að Austurríkismaðurinn Wieseberger þurfti að sætta sig við það þriðja. Sigurinn hjá Grace er hans sjötti á Evrópumótaröðinni á aðeins þremur árum en hann sigraði síðast á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fór í desember á síðasta ári. Næsta mót á Evrópumótaröðinni fer fram í Dubai í næstu viku en þar verða margir af bestu kylfingum heims meðal þátttakenda, meðal annars Rory McIlroy, Martin Kaymer, Sergio Garcia og Henrik Stenson. Þrátt fyrir að Bank Qatar Masters hafi klárast í dag er enn mikið golf óleikið um helgina en í Kaliforníuríki fer fram Humana Challenge sem partur er af PGA-mótaröðinni. Eftir tvo hringi þar er reynsluboltinn Matt Kuchar í forystu en bein útsending frá mótinu verður á Golfstöðinni frá klukkan 20:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira