Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 06:30 Björgvin Páll Gústavsson og Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn í gær. Vísir/Eva Björk Staðan er einföld fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin eða ná betri úrslitum en Tékkland sem mætir Alsír í lokaumferðinni. Ísland er nú í fjórða sæti með þrjú stig - tveimur á eftir Egyptum í þriðja sætinu og einu á undan Tékkum sem eru í því fimmta. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Egyptaland verða því jöfn að stigum með íslenskum sigri á morgun. Strákarnir myndu þá hafna í þriðja sæti sæti C-riðils á betri árangri í innbyrðisviðureign liðanna og mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils. Tapi strákarnir eða geri jafntefli verða þeir að treysta á að Tékklandi nái verri úrslitum gegn Alsír á morgun. Tékkar þykja sigurstranglegri aðilinn í þeim leik enda hafa Alsíringar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum. Semsagt - tékkneskur sigur gegn Alsír þýðir að aðeins sigur Íslands á Egyptalandi dugir til að koma strákunum í 16-liða úrslit og forða strákunum frá því að spila um hinn svokallaða forestabikar - þar sem spilað er um átta neðstu sæti heimsmeistarakeppninnar.Sjá einnig: Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 16.00 í Al Sadd á morgun. Tveimur tímum síðar mætast Alsíringar og Tékkar í Duhail og því ljóst að Tékkar munu vita fyrir sinn leik hvort þeir eigi einhvern möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sem fyrr segir mun Ísland mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils ef þeir vinna Egypta og hafna í þriðja sæti síns riðils. Nánast öruggt er að Þýskaland vinni Sádí-Arabíu á morgun og hafni þar með í efsta sæti D-riðils. Danmörk og Pólland, sem eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti, mætast svo í hreinum úrslitaleik um annað sætið en jafntefli mun duga lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar til að tryggja annað sæti riðilsins. Danir virðast loksins komnir almennilega í gang á HM eftir sannfærandi frammistöðu gegn Rússlandi í gær og fáir sem spá dönsku tapi gegn Pólverjum á morgun. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56 „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Staðan er einföld fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin eða ná betri úrslitum en Tékkland sem mætir Alsír í lokaumferðinni. Ísland er nú í fjórða sæti með þrjú stig - tveimur á eftir Egyptum í þriðja sætinu og einu á undan Tékkum sem eru í því fimmta. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Egyptaland verða því jöfn að stigum með íslenskum sigri á morgun. Strákarnir myndu þá hafna í þriðja sæti sæti C-riðils á betri árangri í innbyrðisviðureign liðanna og mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils. Tapi strákarnir eða geri jafntefli verða þeir að treysta á að Tékklandi nái verri úrslitum gegn Alsír á morgun. Tékkar þykja sigurstranglegri aðilinn í þeim leik enda hafa Alsíringar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum. Semsagt - tékkneskur sigur gegn Alsír þýðir að aðeins sigur Íslands á Egyptalandi dugir til að koma strákunum í 16-liða úrslit og forða strákunum frá því að spila um hinn svokallaða forestabikar - þar sem spilað er um átta neðstu sæti heimsmeistarakeppninnar.Sjá einnig: Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 16.00 í Al Sadd á morgun. Tveimur tímum síðar mætast Alsíringar og Tékkar í Duhail og því ljóst að Tékkar munu vita fyrir sinn leik hvort þeir eigi einhvern möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sem fyrr segir mun Ísland mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils ef þeir vinna Egypta og hafna í þriðja sæti síns riðils. Nánast öruggt er að Þýskaland vinni Sádí-Arabíu á morgun og hafni þar með í efsta sæti D-riðils. Danmörk og Pólland, sem eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti, mætast svo í hreinum úrslitaleik um annað sætið en jafntefli mun duga lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar til að tryggja annað sæti riðilsins. Danir virðast loksins komnir almennilega í gang á HM eftir sannfærandi frammistöðu gegn Rússlandi í gær og fáir sem spá dönsku tapi gegn Pólverjum á morgun.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56 „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54
Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59
HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37
Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17