

Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum.
Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld.
„Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær.
Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi.
Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25.