Björgvin Páll: Þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir Sverre á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 19:15 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði gegn Frökkum í gær og skellti í lás í markinu í fyrri hálfleik. Það er alltaf stutt í brosið hjá markverðinum snjalla og hann var í fínum gír eins og „strákarnir okkar“. Hann var sáttur með frammistöðuna í Frakkaleiknum. „Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta gekk vel upp og góð tilfinning mestallan leikinn. Að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum er mjög jákvætt og gefur góð fyrirheit um framhaldið líka að gæjarnir fyrir framan mig eru að berjast eins og ljón. Íslenska geðveikin er til staðar," segir Björgvin Páll Gústavsson. Tékkarnir eru ekki eins sterkir eins og Frakkar en þeir eru stórhættulegir. „Já þeir eru með heimsklassa leikmenn eins og Jicha og Horak sem eru stórhættulegir. Þeir hafa ekki komist í sinn gír til þessa. Það er okkar hlutverk að halda því áfram að það gerist ekki. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að stoppa þá og skoða vel á myndböndum. Ef við ætlum að fara áfram þá verðum við að klára þennan leik. Tvö stig gegn Tékkum koma okkur áfram og stig gegn Frökkum gerir þann leik eiginlega ómerkan," segir Björgvin Páll. Er ekki vont ef Tékkarnir vinna að þurfa að eiga allt undir gegn liði eins og Egyptalandi sem er með fullt af stuðningsmönnum og hafa kannski dómgæsluna með sér? „Jú þetta eru bara tveir leikir sem við verðum að vera klárir í og mikilvægt að þessi stígandi haldi áfram. Ég ætla að vona að þessi Frakkaleikur hafi kveikt í okkur því þessi leikur gegn Tékkum er gríðarlega mikilvægur. Það væri þægilegt að fara í leikinn við Egypta og vita það að við séum komnir áfram og geta því farið afslappaðri í leikinn við Egypta. Við þurfum helst að vinna báða leikina til að enda sem efst í riðlinum. Það skiptir kannski ekki máli hvar við endum í riðlinum því liðin í D-riðlinum er það sterk. Við viljum klára báða leikina," segir Björgvin. Hvernig er skrokkurinn, ertu ekki með marbletti eftir leikinn? „Ég held að ég sé minnst kvalinn af öllum. Þetta er langt mót og það þarf tíma til að hlaða sig en við erum í góðum höndum hjá Ella sjúkraþjálfara (Elís Þór Rafnsson) og Pétur (Örn Gunnarsson) er á leiðinni og við erum í góðum höndum þar og náum að bursta þessa marbletti í burtu," segir Björgvin. Þarf ekki að draga „gömlu“ mennina út úr rúmunum á morgnana, eru þeir ekki alveg búnir á því? „Alla vega Sverre, hann svaf yfir sig í morgun. Þannig að þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir hann á morgun," segir Björgvin. Allt viðtalið við Björgvin Pál er aðgengilegt hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði gegn Frökkum í gær og skellti í lás í markinu í fyrri hálfleik. Það er alltaf stutt í brosið hjá markverðinum snjalla og hann var í fínum gír eins og „strákarnir okkar“. Hann var sáttur með frammistöðuna í Frakkaleiknum. „Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta gekk vel upp og góð tilfinning mestallan leikinn. Að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum er mjög jákvætt og gefur góð fyrirheit um framhaldið líka að gæjarnir fyrir framan mig eru að berjast eins og ljón. Íslenska geðveikin er til staðar," segir Björgvin Páll Gústavsson. Tékkarnir eru ekki eins sterkir eins og Frakkar en þeir eru stórhættulegir. „Já þeir eru með heimsklassa leikmenn eins og Jicha og Horak sem eru stórhættulegir. Þeir hafa ekki komist í sinn gír til þessa. Það er okkar hlutverk að halda því áfram að það gerist ekki. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að stoppa þá og skoða vel á myndböndum. Ef við ætlum að fara áfram þá verðum við að klára þennan leik. Tvö stig gegn Tékkum koma okkur áfram og stig gegn Frökkum gerir þann leik eiginlega ómerkan," segir Björgvin Páll. Er ekki vont ef Tékkarnir vinna að þurfa að eiga allt undir gegn liði eins og Egyptalandi sem er með fullt af stuðningsmönnum og hafa kannski dómgæsluna með sér? „Jú þetta eru bara tveir leikir sem við verðum að vera klárir í og mikilvægt að þessi stígandi haldi áfram. Ég ætla að vona að þessi Frakkaleikur hafi kveikt í okkur því þessi leikur gegn Tékkum er gríðarlega mikilvægur. Það væri þægilegt að fara í leikinn við Egypta og vita það að við séum komnir áfram og geta því farið afslappaðri í leikinn við Egypta. Við þurfum helst að vinna báða leikina til að enda sem efst í riðlinum. Það skiptir kannski ekki máli hvar við endum í riðlinum því liðin í D-riðlinum er það sterk. Við viljum klára báða leikina," segir Björgvin. Hvernig er skrokkurinn, ertu ekki með marbletti eftir leikinn? „Ég held að ég sé minnst kvalinn af öllum. Þetta er langt mót og það þarf tíma til að hlaða sig en við erum í góðum höndum hjá Ella sjúkraþjálfara (Elís Þór Rafnsson) og Pétur (Örn Gunnarsson) er á leiðinni og við erum í góðum höndum þar og náum að bursta þessa marbletti í burtu," segir Björgvin. Þarf ekki að draga „gömlu“ mennina út úr rúmunum á morgnana, eru þeir ekki alveg búnir á því? „Alla vega Sverre, hann svaf yfir sig í morgun. Þannig að þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir hann á morgun," segir Björgvin. Allt viðtalið við Björgvin Pál er aðgengilegt hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira