Vignir: Enginn andvaka vegna dómgæslunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 21. janúar 2015 22:30 Vignir Svavarsson hefur átt eins og aðrir varnarmenn á HM í handbolta í stökustu vandræðum með að feta þá þröngu slóð sem dómarar hafa markað í keppninni til þessa. Dómarar eru mjög fljótir að grípa í tveggja mínútna brottvísun fyrir minnstu sakir og bitnaði það sérsatklega á íslensku varnarmönnunum sem voru að glíma við einn besta línumann heims, Cedric Sorhaindo, í franska landsliðinu í gær. „Ég hef ekkert pælt í þessu. Þetta er bara svona. Það var erfitt að lesa línuna hjá dómurunum sem voru ekkert sérstaklega hæfir í gær,“ sagði Vignir í samtali við Vísi fyrr í dag. „Við erum ekkert að velta þessu neitt sérstaklega mikið fyrir okkur. Við reynum að átta okkru á því hvaða línu dómararnir eru að setja og fylgja henni en þetta heldur ekki nokkrum manni vakandi á nóttinni.“ Dómarar hafa verið gagnrýndir fyrir að taka of hart á því sem hingað til hefur þótt eðlilegur varnarleikur í handbolta. „Þetta er bara svona. Vonandi batnar þegar líður á keppnina en mér finnst gæði dómgæslunnar ekki hafa verið mikil. Við reynum að vera ákveðnir í okkar varnarleik og kannski bitnar þetta því eitthvað á okkur en það er ekkert annað að gera en að spila með þessu.“ Ísland mætir Tékklandi annað kvöld en Tékkar eru enn stigalausir á HM eftir að hafa tapað fyrir Frakklandi, Egyptalandi og Svíþjóð. Þeir verða að vinna Ísland á morgun til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitunum. „Við verðum að passa okkur á því að vera nógu ákveðnir gagnvart þeirra skyttum en jafnframt að halda okkur þéttum. Þegar við höfum verið að spila góða vörn þá hefur okkur tekist að finna þetta jafnvægi.“ Hann segir að varnarleikurinn geti orðið betri hjá íslenska liðinu. „Ég hefði viljað byrja betur þó að leikurinn gegn Svíþjóð hafi verið ágætur. En mér finnst samt stígandi í varnarleiknum eins og í sóknarleiknum - við verðum með betri með hverjum leiknum og vona ég að það verði áframhald á því.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur: Verðum ekki heimsmeistarar í einum leik Landsliðsfyrirliðinn segir að Ísland sé á réttri leið á HM í Katar. 21. janúar 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna Strákarnir okkar náðu loksins að sýna sitt rétta andlit á HM í Katar en Ísland var hársbreidd frá því að landa sigri gegn Evrópumeisturum Frakka. "Skref, en bara eitt skref, í rétta átt,“ segir landsliðsþjálfarinn eftir leik. 21. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Vignir Svavarsson hefur átt eins og aðrir varnarmenn á HM í handbolta í stökustu vandræðum með að feta þá þröngu slóð sem dómarar hafa markað í keppninni til þessa. Dómarar eru mjög fljótir að grípa í tveggja mínútna brottvísun fyrir minnstu sakir og bitnaði það sérsatklega á íslensku varnarmönnunum sem voru að glíma við einn besta línumann heims, Cedric Sorhaindo, í franska landsliðinu í gær. „Ég hef ekkert pælt í þessu. Þetta er bara svona. Það var erfitt að lesa línuna hjá dómurunum sem voru ekkert sérstaklega hæfir í gær,“ sagði Vignir í samtali við Vísi fyrr í dag. „Við erum ekkert að velta þessu neitt sérstaklega mikið fyrir okkur. Við reynum að átta okkru á því hvaða línu dómararnir eru að setja og fylgja henni en þetta heldur ekki nokkrum manni vakandi á nóttinni.“ Dómarar hafa verið gagnrýndir fyrir að taka of hart á því sem hingað til hefur þótt eðlilegur varnarleikur í handbolta. „Þetta er bara svona. Vonandi batnar þegar líður á keppnina en mér finnst gæði dómgæslunnar ekki hafa verið mikil. Við reynum að vera ákveðnir í okkar varnarleik og kannski bitnar þetta því eitthvað á okkur en það er ekkert annað að gera en að spila með þessu.“ Ísland mætir Tékklandi annað kvöld en Tékkar eru enn stigalausir á HM eftir að hafa tapað fyrir Frakklandi, Egyptalandi og Svíþjóð. Þeir verða að vinna Ísland á morgun til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitunum. „Við verðum að passa okkur á því að vera nógu ákveðnir gagnvart þeirra skyttum en jafnframt að halda okkur þéttum. Þegar við höfum verið að spila góða vörn þá hefur okkur tekist að finna þetta jafnvægi.“ Hann segir að varnarleikurinn geti orðið betri hjá íslenska liðinu. „Ég hefði viljað byrja betur þó að leikurinn gegn Svíþjóð hafi verið ágætur. En mér finnst samt stígandi í varnarleiknum eins og í sóknarleiknum - við verðum með betri með hverjum leiknum og vona ég að það verði áframhald á því.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur: Verðum ekki heimsmeistarar í einum leik Landsliðsfyrirliðinn segir að Ísland sé á réttri leið á HM í Katar. 21. janúar 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna Strákarnir okkar náðu loksins að sýna sitt rétta andlit á HM í Katar en Ísland var hársbreidd frá því að landa sigri gegn Evrópumeisturum Frakka. "Skref, en bara eitt skref, í rétta átt,“ segir landsliðsþjálfarinn eftir leik. 21. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Guðjón Valur: Verðum ekki heimsmeistarar í einum leik Landsliðsfyrirliðinn segir að Ísland sé á réttri leið á HM í Katar. 21. janúar 2015 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna Strákarnir okkar náðu loksins að sýna sitt rétta andlit á HM í Katar en Ísland var hársbreidd frá því að landa sigri gegn Evrópumeisturum Frakka. "Skref, en bara eitt skref, í rétta átt,“ segir landsliðsþjálfarinn eftir leik. 21. janúar 2015 06:00
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54
Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00
Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00