Guðjón Valur: Þurfum að nýta okkur það að Tékkar eru svolítið brotnir Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira