Frakkar efla eftirlit með grunuðum hryðjuverkamönnum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 10:34 Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Vísir/AFP Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra, jafnvirði 65 milljarða króna, vegna aukins eftirlits með grunuðum hryðjuverkamönnum. Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun. Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Sagði hann þrjú þúsund manns nú vera undir eftirliti yfirvalda í landinu. Saksóknari hafði áður greint frá því að fjórir menn hafi verið ákærðir vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa útvegað Amedy Coulibaly vopn en Coulibaly skaut lögreglukonu til bana þann 8. janúar og hélt fjölda fólks í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta Parísar og myrti fjóra degi síðar. Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust 7. janúar inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og drápu þar tólf manns. Bræðurnir og Coulibaly létust allir í aðgerðum lögreglu. Valls segir að lögreglu og öryggissveitum landsins verði færður aukinn búnaður og vernd þeirra aukin, meðal annars með skotheldum vestum. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22 Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Sjá meira
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra, jafnvirði 65 milljarða króna, vegna aukins eftirlits með grunuðum hryðjuverkamönnum. Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun. Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Sagði hann þrjú þúsund manns nú vera undir eftirliti yfirvalda í landinu. Saksóknari hafði áður greint frá því að fjórir menn hafi verið ákærðir vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa útvegað Amedy Coulibaly vopn en Coulibaly skaut lögreglukonu til bana þann 8. janúar og hélt fjölda fólks í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta Parísar og myrti fjóra degi síðar. Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust 7. janúar inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og drápu þar tólf manns. Bræðurnir og Coulibaly létust allir í aðgerðum lögreglu. Valls segir að lögreglu og öryggissveitum landsins verði færður aukinn búnaður og vernd þeirra aukin, meðal annars með skotheldum vestum.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22 Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Sjá meira
Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23
Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22
Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43