Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, urðu að sættast á jafntefli í Íslendingaslag á HM í handbolta í Katar í gær.
Þetta var í annað skiptið sem Guðmundur og Dagur mætast með landslið á stórmóti og báðir leikirnir hafa endað með jafntefli. Ísland, undir stjórn Guðmundar, gerðir 37-37 jafntefli við Austurríki á EM 2010 en Dagur þjálfaði þá austurríska landsliðið.
Á Evrópumótinu í Austurríki voru það lærisveinar Dags sem skoruðu jöfnunarmarkið eftir að hafa unnið upp þriggja marka mun í lokin en í gær voru það lærisveinar Guðmundar sem skoruðu jöfnunarmarkið eftir að hafa unnið upp þriggja marka mun á lokasprettinum.
Austurríska landsliðið skoraði þrjú mörk á síðustu 46 sekúndunum í jafnteflinu á móti Íslendingum á EM 2010 en í gær unnu Danir upp þriggja marka forskot Þjóðverja á síðustu níu mínútum leiksins.
Markus Wagesreiter skoraði jöfnunarmark Austurríkismanna á móti Íslandi á EM 2010 en í gær var það hinn íslensk ættaði Hans Lindberg sem tryggði Dönum eitt stig.
Einvígi Guðmundar og Dags á stórmótum
Einvígi eitt á EM 2010(37-37 jafntefli)
1.-10. mínúta: Jafnt 6-6
11.-20. mínúta: Dagur 7-6
21.-30. mínúta: Guðmundur 8-4
Fyrri hálfleikur: Guðmundur 20-17
31.-40. mínúta: Dagur 8-5
41.-50. mínúta: Guðmundur 6-5
51.-60. mínúta: Dagur 7-6
Seinni hálfleikur: Dagur 20-17
Einvígi tvö á HM 2015 (30-30 jafntefli)
1.-10. mínúta: Jafnt 5-5
11.-20. mínúta: Jafnt 6-6
21.-30. mínúta: Jafnt 5-5
Fyrri hálfleikur: Jafnt 16-16
31.-40. mínúta: Dagur 6-5
41.-50. mínúta: Dagur 4-3
51.-60. mínúta: Guðmundur 6-4
Seinni hálfleikur: Jafnt 14-14
Hafa mætast tvisvar á stórmóti og enginn hefur unnið ennþá

Tengdar fréttir

Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum
Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta.

Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik
Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld.

Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta
Guðmundur Guðmundsson mætti Degi Sigurðssyni í slag Dana og Þjóðverja í D-riðli HM.

Dagur: Gummi er að gera þetta allt rétt
Þjóðverjar gerðu jafntefli við Dani í Íslendingaslag á HM í kvöld.