Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2015 15:58 Martin Strobel, leikstjórnandi þýska landsliðsins, brýst í gegnum dönsku vörnina. vísir/getty/ Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í slag íslensku þjálfaranna í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun, jafn og spennandi en til marks um það var staðan 14 sinnum jöfn í fyrri hálfleik. Dagur Sigurðsson á óvart með því að byrja með 4-2 vörn, þar sem Patrick Groetzki tók stórskyttuna Mikkel Hansen úr umferð. Þetta virtist koma Dönunum í opna skjöldu en sóknarleikur þeirra gekk brösuglega framan af. Þjóðverjar komust í 1-3 en Danir náðu fljótlega tökum á sóknarleik sínum og jöfnuðu metin í 3-3 og svo aftur í 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. Jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Sóknarleikur Dana batnaði sem áður sagði til mikilla muna og gekk svo vel að Dagur breytti vörn. Þjóðverjum gekk illa að koma böndum á Hansen sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, skoraði þrjú mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum.Dagur Sigurðsson og félagar eru í góðri stöðu í D-riðli.vísir/gettyÍ hálfleik skipti Dagur markverðinum Silvio Heinevetter inn á og það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Þjóðverjar náðu undirtökunum í leiknum. Í stöðunni 21-21 skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og útlitið var dökkt fyrir Guðmund og lærisveina hans. Þegar staðan var 21-24 misstu Þjóðverjar mann af velli og það nýttu Danir sér, opnuðu vinstra hornið tvisvar fyrir Anders Eggert og hann minnkaði muninn í 23-24. Þá kom fínn kafli hjá Þjóðverjum sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27, þegar níu mínútur voru eftir. En sóknarleikur Dana hrökk í gang á besta tíma og munaði þar miklu um innkomu Bo Spellerberg, leikstjórnandans reynda. Danska liðið jafnaði í 28-28 og aftur í 29-29 þegar Hansen skoraði sitt sjötta mark.Rasmus Lauge reynir skot að marki Þýskalands.vísir/gettyÞjóðverjar fóru í sókn og Steffen Weinhold kom þeim yfir á nýjan leik með góðu skoti af gólfinu. Weinhold átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Það var svo hornamaðurinn Hans Lindberg sem tryggði Dönum stig með því að jafna leikinn í 30-30 af vítapunktinum. René Toft Hansen fiskaði vítið eftir frábæra línusendingu frá Spellerberg. Þýskaland fékk síðustu sóknina - sem dróst verulega á langinn - en danska vörnin stóð vel og varði tvö skot frá Jens Schöngarth. Niðurstaðan 30-30 í mögnuðum leik tveggja frábærra liða. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Weinhold var markahæstur í liði Þýskalands með átta mörk en hornamennirnir Groetzki og Uwe Gensheimer komu næstir með sex mörk hvor. Heinevetter var með sjö skot varin og Carsten Lichtlein sex. Hansen og Mads Christiansen skoruðu báðir sex mörk fyrir Dani, en Eggert kom næstur með fimm. Nicklas Landin varði 11 skot í markinu og Jannick Green sex. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í slag íslensku þjálfaranna í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun, jafn og spennandi en til marks um það var staðan 14 sinnum jöfn í fyrri hálfleik. Dagur Sigurðsson á óvart með því að byrja með 4-2 vörn, þar sem Patrick Groetzki tók stórskyttuna Mikkel Hansen úr umferð. Þetta virtist koma Dönunum í opna skjöldu en sóknarleikur þeirra gekk brösuglega framan af. Þjóðverjar komust í 1-3 en Danir náðu fljótlega tökum á sóknarleik sínum og jöfnuðu metin í 3-3 og svo aftur í 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. Jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Sóknarleikur Dana batnaði sem áður sagði til mikilla muna og gekk svo vel að Dagur breytti vörn. Þjóðverjum gekk illa að koma böndum á Hansen sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, skoraði þrjú mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum.Dagur Sigurðsson og félagar eru í góðri stöðu í D-riðli.vísir/gettyÍ hálfleik skipti Dagur markverðinum Silvio Heinevetter inn á og það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Þjóðverjar náðu undirtökunum í leiknum. Í stöðunni 21-21 skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og útlitið var dökkt fyrir Guðmund og lærisveina hans. Þegar staðan var 21-24 misstu Þjóðverjar mann af velli og það nýttu Danir sér, opnuðu vinstra hornið tvisvar fyrir Anders Eggert og hann minnkaði muninn í 23-24. Þá kom fínn kafli hjá Þjóðverjum sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27, þegar níu mínútur voru eftir. En sóknarleikur Dana hrökk í gang á besta tíma og munaði þar miklu um innkomu Bo Spellerberg, leikstjórnandans reynda. Danska liðið jafnaði í 28-28 og aftur í 29-29 þegar Hansen skoraði sitt sjötta mark.Rasmus Lauge reynir skot að marki Þýskalands.vísir/gettyÞjóðverjar fóru í sókn og Steffen Weinhold kom þeim yfir á nýjan leik með góðu skoti af gólfinu. Weinhold átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Það var svo hornamaðurinn Hans Lindberg sem tryggði Dönum stig með því að jafna leikinn í 30-30 af vítapunktinum. René Toft Hansen fiskaði vítið eftir frábæra línusendingu frá Spellerberg. Þýskaland fékk síðustu sóknina - sem dróst verulega á langinn - en danska vörnin stóð vel og varði tvö skot frá Jens Schöngarth. Niðurstaðan 30-30 í mögnuðum leik tveggja frábærra liða. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Weinhold var markahæstur í liði Þýskalands með átta mörk en hornamennirnir Groetzki og Uwe Gensheimer komu næstir með sex mörk hvor. Heinevetter var með sjö skot varin og Carsten Lichtlein sex. Hansen og Mads Christiansen skoruðu báðir sex mörk fyrir Dani, en Eggert kom næstur með fimm. Nicklas Landin varði 11 skot í markinu og Jannick Green sex.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00