Fylkir og Selfoss græða yfir 40 milljónir á Viðari Erni Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 20. janúar 2015 10:56 Viðar Örn Kjartansson. vísir/vilhelm Sala framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar frá Valerenga til kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty mun skila Fylki og Selfoss tugum milljóna króna. Samkvæmt útreikningum Vísis munu bæði lið fá yfir 40 milljónir króna af kaupverðinu sem er samkvæmt heimildum Vísis nálægt hálfum milljarði íslenskra króna. Heimildir Vísis herma að Fylkir hafi við söluna á Viðari Erni til Valerenga í fyrra samið um hluta í áframsölu á Viðari. Heimildir herma að sá hluti sé um 15 prósent og skiptist á milli Fylkis og uppeldisfélags Viðars Selfoss. Um er ræða hátt í 70 milljónir af kaupverðinu sem kínverska liðið borgar. Eftir því sem Vísir kemst næst fær Fylkir stærri hluta af þessari upphæð en Selfoss. Selfoss situr hins vegar í bílstjórasætinu þegar kemur að því að fá úthlutað svokölluðum samstöðubótum til uppeldisfélaga leikmanns sem ná yfir aldurstímabilið 12 til 23 ára – alls 5 prósent þar sem Viðar verður 25 ára á þessu ári. Viðar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til tvítugs þegar hann skipti yfir í ÍBV í rúmt ár. Hann fór aftur til Selfoss og spilaði síðan með Fylki í tvö ár þar til hann fór út í fyrra. Samstöðubætur virka þannig að greitt er 0,25 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár frá 12 til 16 ára aldurs. Greitt er 0,5 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár eftir það til 23 ára aldurs. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis fær Selfoss 3,5 prósent af þessum 5 prósentum, Fylkir 1 prósent og ÍBV 0,5 prósent. Ljóst er því að bæði Fylkir og Selfoss fá yfir 40 milljónir hvort félag fyrir söluna á Viðari og ÍBV fær að öllum líkindum tvær til þrjár milljónir í sinn hlut. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40 Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53 Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Sala framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar frá Valerenga til kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty mun skila Fylki og Selfoss tugum milljóna króna. Samkvæmt útreikningum Vísis munu bæði lið fá yfir 40 milljónir króna af kaupverðinu sem er samkvæmt heimildum Vísis nálægt hálfum milljarði íslenskra króna. Heimildir Vísis herma að Fylkir hafi við söluna á Viðari Erni til Valerenga í fyrra samið um hluta í áframsölu á Viðari. Heimildir herma að sá hluti sé um 15 prósent og skiptist á milli Fylkis og uppeldisfélags Viðars Selfoss. Um er ræða hátt í 70 milljónir af kaupverðinu sem kínverska liðið borgar. Eftir því sem Vísir kemst næst fær Fylkir stærri hluta af þessari upphæð en Selfoss. Selfoss situr hins vegar í bílstjórasætinu þegar kemur að því að fá úthlutað svokölluðum samstöðubótum til uppeldisfélaga leikmanns sem ná yfir aldurstímabilið 12 til 23 ára – alls 5 prósent þar sem Viðar verður 25 ára á þessu ári. Viðar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til tvítugs þegar hann skipti yfir í ÍBV í rúmt ár. Hann fór aftur til Selfoss og spilaði síðan með Fylki í tvö ár þar til hann fór út í fyrra. Samstöðubætur virka þannig að greitt er 0,25 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár frá 12 til 16 ára aldurs. Greitt er 0,5 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár eftir það til 23 ára aldurs. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis fær Selfoss 3,5 prósent af þessum 5 prósentum, Fylkir 1 prósent og ÍBV 0,5 prósent. Ljóst er því að bæði Fylkir og Selfoss fá yfir 40 milljónir hvort félag fyrir söluna á Viðari og ÍBV fær að öllum líkindum tvær til þrjár milljónir í sinn hlut.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40 Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53 Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40
Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00
Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53
Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30