Katar er prúðasta liðið á HM í handbolta til þessa. Ekkert lið hefur fengið færri brottvísanir á mótinu.
Katar er með samtals 68 refsistig að loknum átta leikjum á mótinu - 8,5 að meðaltali í leik. Liðið hefur fengið alls 23 brottvísanir og 22 gul spjöld - ekkert rautt.
Hér má sjá úttekt á refsingum liðanna á HM í handbolta en Spánn er næst á listanum með 9,9 refsistig að meðaltali í leik.
Samsæriskenningum um að Katar hafi keypt sér hliðholla dómgæslu á mótinu hefur verið haldið á lofti en leikmenn Póllands, sem tapaði fyrir Katar í undanúrslitum mótsins, í gær, voru afar ósáttir eftir leikinn í gær.
Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik
Ísland er á átjánda sæti listans af 24 keppnisþjóðum með 14,7 refsistig að meðaltali í leik. Slóvenía er neðst með 18,1 stig.

