Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Arnar Björnsson skrifar 30. janúar 2015 18:45 Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. „Þetta var mjög erfitt. Þegar liðin eru búin að spila svona marga leiki þá þeir oft svolítið sérstakir og kaflaskiptir. Við byrjuðum illa og það tók okkur 10 til 12 mínútur að komast inn í leikinn. Svo skorum við 7 mörk í röð, Landin varði þrjú skot í röð og við náðum forystunni og brutum ísinn. Það er auðvitað gríðarlega mikið í húfi því með þessum sigri erum við búnir að tryggja okkur möguleikann á því að komast á Olympíuleikana. Öll liðin vissu hve mikilvægur þessi leikur var. Gegn Króötum á morgun getur allt gerst því það veit enginn ennþá hvort það verða sjö lið sem fá tækifæri til þess að komast á Olympíuleikana eða ekki. En við erum búnir að tryggja okkur áfram og það verður ekki af okkur tekið.“ Guðmundur segir að leikurinn hafi verið erfiður. „Við spiluðum vel í sókninni, skoruðum 36 mörk en varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög erfiður og lítil markvarsla“. Varstu farinn að halda að þetta yrði endurtekning á Argentínuleiknum? „Ég verð að játa það að ég var aldrei rólegur í seinni hálfleik. Við náðum ekki að standa vörnina og fengum ekki markvörsluna sem við þurftum. Þetta tvennt var ekki í nógu góðu standi í seinni hálfleik.“ Hægri vængurinn ykkar, Lasse Svan og Mads Christiansen, var frábær í kvöld? „Það er nú ekki oft sem maður sér leikmann skora 13 mörk úr jafnmörgum skotum. Þetta er bara gjörsamlega stórkostlegt. Mads Christiansen var mjög öflugur og var að mata hann. Ég skipti venjulega hornamönnun inná í hálfleik en ákvað að gera það ekki núna því ég fann að þetta var hans dagur“. En af því að leikurinn var í járnum að þá gastu ekki gert þær skiptingar sem þú hefðir viljað? „Nei, ég verð bara að viðurkenna það. Mér fannst leikurinn það erfiður að ég þorði ekki að taka þá áhættu“. Þið mætið Króötum strax á morgun og þú getur ekki dundað við það fram á morgun að skoða þennan leik? „Nei það er rétt hjá þér ég verð bara að vaða í Króataleikinn einn tveir og bingó. Ég á fríska menn sem geta hjálpað á morgun. Ég vildi umfram allt endilega vinna þennan leik og ég lagði mikið í hann. Við vonum að það verði nógu mikill kraftur í mönnum að vinna leikinn á morgun“. Seturðu leikinn á morgun þannig upp að leikmennirnir eigi að njóta þess að spila eða gefur þú allt í hann? „Ég vil endilega vinna hann, ekki spurning og við leggjum allt það sem við getum í hann“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. „Þetta var mjög erfitt. Þegar liðin eru búin að spila svona marga leiki þá þeir oft svolítið sérstakir og kaflaskiptir. Við byrjuðum illa og það tók okkur 10 til 12 mínútur að komast inn í leikinn. Svo skorum við 7 mörk í röð, Landin varði þrjú skot í röð og við náðum forystunni og brutum ísinn. Það er auðvitað gríðarlega mikið í húfi því með þessum sigri erum við búnir að tryggja okkur möguleikann á því að komast á Olympíuleikana. Öll liðin vissu hve mikilvægur þessi leikur var. Gegn Króötum á morgun getur allt gerst því það veit enginn ennþá hvort það verða sjö lið sem fá tækifæri til þess að komast á Olympíuleikana eða ekki. En við erum búnir að tryggja okkur áfram og það verður ekki af okkur tekið.“ Guðmundur segir að leikurinn hafi verið erfiður. „Við spiluðum vel í sókninni, skoruðum 36 mörk en varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög erfiður og lítil markvarsla“. Varstu farinn að halda að þetta yrði endurtekning á Argentínuleiknum? „Ég verð að játa það að ég var aldrei rólegur í seinni hálfleik. Við náðum ekki að standa vörnina og fengum ekki markvörsluna sem við þurftum. Þetta tvennt var ekki í nógu góðu standi í seinni hálfleik.“ Hægri vængurinn ykkar, Lasse Svan og Mads Christiansen, var frábær í kvöld? „Það er nú ekki oft sem maður sér leikmann skora 13 mörk úr jafnmörgum skotum. Þetta er bara gjörsamlega stórkostlegt. Mads Christiansen var mjög öflugur og var að mata hann. Ég skipti venjulega hornamönnun inná í hálfleik en ákvað að gera það ekki núna því ég fann að þetta var hans dagur“. En af því að leikurinn var í járnum að þá gastu ekki gert þær skiptingar sem þú hefðir viljað? „Nei, ég verð bara að viðurkenna það. Mér fannst leikurinn það erfiður að ég þorði ekki að taka þá áhættu“. Þið mætið Króötum strax á morgun og þú getur ekki dundað við það fram á morgun að skoða þennan leik? „Nei það er rétt hjá þér ég verð bara að vaða í Króataleikinn einn tveir og bingó. Ég á fríska menn sem geta hjálpað á morgun. Ég vildi umfram allt endilega vinna þennan leik og ég lagði mikið í hann. Við vonum að það verði nógu mikill kraftur í mönnum að vinna leikinn á morgun“. Seturðu leikinn á morgun þannig upp að leikmennirnir eigi að njóta þess að spila eða gefur þú allt í hann? „Ég vil endilega vinna hann, ekki spurning og við leggjum allt það sem við getum í hann“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56
Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24