Dagur: Hallaði á okkur í dómgæslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 15:02 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað. HM 2015 í Katar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað.
HM 2015 í Katar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira