NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 10:00 Jeff Teague er einn af þeim sem eru í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Vísir/Getty NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. Atlanta Hawks liðið hefur unnið 17 leiki í röð og liðið á líka þrjá leikmenn í Stjörnuliði Austurdeildarinnar eða þá Al Horford, Paul Millsap og Jeff Teague. Ekkert lið í deildinni á fleiri leikmenn í Stjörnuleiknum í ár. Þriggja stiga skyttan Kyle Korver gat jafnvel orðið sá fjórði en var ekki valinn. Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat voru báðir valdir í liðið en Kevin Love hjá Cleveland Cavaliers þykir ekki nægilega góður fyrir stjörnulið Austurdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook, leikmenn Oklahoma City Thunder, komust báðir í liðið þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, var ekki valinn í liðið sem vekur furðu margra enda frábær leikmaður sem fer fyrir þriðja besta liði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant er meiddur og því gæti Lillard verið tekinn inn fyrir hann en Adam Silver, yfirmaður deildarinnar, ákveður hvaða varamaður kemur inn. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors eru að sjálfsögðu báðir í liðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 (Chris Mullin og Tim Hardaway) sem Golden State Warriors á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum. Hér fyrir neðan má sjá liðin í stjörnuleiknum. Varamennirnir eru valdir út frá kosningu þjálfar í viðkomandi deild. Þeir mega þó ekki kjósa eigin leikmenn. Tim Duncan var valinn í Stjörnleikinn í fimmtánda sinn og jafnaði þar með þá Shaquille O'Neal og Kevin Garnett. Kareem Abdul-Jabbar var 19 sinnum valinn í Stjörnuleikinn á sínum tíma og Kobe Bryant nú í 17. sinn.Stjörnulið Austurdeildarinnar:Byrjunarliðið John Wall, Washington Wizards Kyle Lowry, Toronto Raptors [Nýliði] LeBron James, Cleveland Cavaliers Pau Gasol, Chicago Bulls Carmelo Anthony, New York KnicksVaramenn: Al Horford, Atlanta Hawks Chris Bosh, Miami Heat Paul Millsap, Atlanta Hawks Jimmy Butler, Chicago Bulls [Nýliði] Dwyane Wade, Miami Heat Jeff Teague, Atlanta Hawks [Nýliði] Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers Þjálfari: Mike Budenholzer (Atlanta Hawks)Stjörnulið Vesturdeildarinnar:Byrjunarliðið Stephen Curry, Golden State Warriors Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Anthony Davis, New Orleans Pelicans Marc Gasol, Memphis Grizzlies Blake Griffin, Los Angeles Clippers Varamenn: LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers Tim Duncan, San Antonio Spurs Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Klay Thompson, Golden State Warriors [Nýliði] Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder James Harden, Houston Rockets Chris Paul, Los Angeles ClippersÞjálfari: Steve Kerr (Golden State Warriors) NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. Atlanta Hawks liðið hefur unnið 17 leiki í röð og liðið á líka þrjá leikmenn í Stjörnuliði Austurdeildarinnar eða þá Al Horford, Paul Millsap og Jeff Teague. Ekkert lið í deildinni á fleiri leikmenn í Stjörnuleiknum í ár. Þriggja stiga skyttan Kyle Korver gat jafnvel orðið sá fjórði en var ekki valinn. Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat voru báðir valdir í liðið en Kevin Love hjá Cleveland Cavaliers þykir ekki nægilega góður fyrir stjörnulið Austurdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook, leikmenn Oklahoma City Thunder, komust báðir í liðið þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, var ekki valinn í liðið sem vekur furðu margra enda frábær leikmaður sem fer fyrir þriðja besta liði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant er meiddur og því gæti Lillard verið tekinn inn fyrir hann en Adam Silver, yfirmaður deildarinnar, ákveður hvaða varamaður kemur inn. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors eru að sjálfsögðu báðir í liðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 (Chris Mullin og Tim Hardaway) sem Golden State Warriors á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum. Hér fyrir neðan má sjá liðin í stjörnuleiknum. Varamennirnir eru valdir út frá kosningu þjálfar í viðkomandi deild. Þeir mega þó ekki kjósa eigin leikmenn. Tim Duncan var valinn í Stjörnleikinn í fimmtánda sinn og jafnaði þar með þá Shaquille O'Neal og Kevin Garnett. Kareem Abdul-Jabbar var 19 sinnum valinn í Stjörnuleikinn á sínum tíma og Kobe Bryant nú í 17. sinn.Stjörnulið Austurdeildarinnar:Byrjunarliðið John Wall, Washington Wizards Kyle Lowry, Toronto Raptors [Nýliði] LeBron James, Cleveland Cavaliers Pau Gasol, Chicago Bulls Carmelo Anthony, New York KnicksVaramenn: Al Horford, Atlanta Hawks Chris Bosh, Miami Heat Paul Millsap, Atlanta Hawks Jimmy Butler, Chicago Bulls [Nýliði] Dwyane Wade, Miami Heat Jeff Teague, Atlanta Hawks [Nýliði] Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers Þjálfari: Mike Budenholzer (Atlanta Hawks)Stjörnulið Vesturdeildarinnar:Byrjunarliðið Stephen Curry, Golden State Warriors Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Anthony Davis, New Orleans Pelicans Marc Gasol, Memphis Grizzlies Blake Griffin, Los Angeles Clippers Varamenn: LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers Tim Duncan, San Antonio Spurs Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Klay Thompson, Golden State Warriors [Nýliði] Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder James Harden, Houston Rockets Chris Paul, Los Angeles ClippersÞjálfari: Steve Kerr (Golden State Warriors)
NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira