Norðurljósavél Icelandair, Hekla Aurora, hefur vakið verðskuldaða athygli. Í myndbandi sem flugfélagið birti á Facebook-síðu sinni í vikunni má sjá ferlið frá því að vélin er hvít, „venjuleg“ flugvél og þar til búið er að umbreyta henni í norðurljósavélina frægu.
Sjá einnig: Flugvél Icelandair skreytt norðurljósum
Fylgst er með listamönnunum sem komu að því að mála vélina en hver og einn af þeim fór eftir tiltekinni ljósmynd af norðurljósum og sá um að mála hluta vélarinnar.
Hér að neðan má sjá myndbandið frá Icelandair.
Viðskipti innlent
Svona skreyttu listamenn norðurljósavél Icelandair
Tengdar fréttir
Norðurljósavél Icelandair flýgur yfir Reykjavík í dag
Boeing 757 farþegaþotu Icelandair, sem máluð hefur verið í norðurljósalitum, verður flogið útsýnisflugi yfir Reykjavík laust eftir klukka fimm síðdegis í dag.