Syprzak tryggði Pólverjum bronsið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2015 15:38 Michal Jurecki skorar eitt þriggja marka sinna gegn Spánverjum í dag. vísir/afp Pólland tryggði sér bronsverðlaun á HM í Katar með eins marks sigri, 29-28, á Spáni í framlengdum leik um 3. sætið í Lusail í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Pólverjar vinna brons á HM, en það gerðu þeir einnig árin 1982 og 2009. Pólverjar byrjuðu leikinn betur, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og náðu tvívegis fjögurra marka forskoti (5-1 og 6-2). Spánverjar unnu sig hægt og sígandi inn í leikinn og náðu að jafna í 11-11 þegar sjö og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Staðan var svo jöfn í hálfleik, 13-13. Heimsmeistararnir voru jafnan fyrri til að skora í byrjun seinni hálfleiks en alltaf jöfnuðu Pólverjar. Spánverjar tóku svo völdin um miðjan seinni hálfleik og breyttu stöðunni úr 17-17 í 18-22. Pólverjar höfðu hins vegar ekki sagt sitt síðasta og náðu í þrígang að minnka muninn í eitt mark og það var síðan örvhenta skyttan Michal Szyba sem tryggði Póllandi framlengingu þegar hann jafnaði í 24-24 með sínu áttunda marki. Pólverjar voru alltaf á undan að skora í framlengingunni og unnu að lokum eins marks sigur, 29-28. Það var línumaðurinn Kamil Syprzak sem skoraði sigurmark Póllands þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum. Szyba var markahæstur í liði Pólverja með átta mörk en Syprzak kom næstur með sex. Þá skoraði Adam Wisniewski fjögur mörk úr vinstra horninu. Victor Tomás skoraði sjö mörk fyrir Spánverja en Antonio García kom næstur með fimm. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Pólverjar sendu Staffan og sænska landsliðið heim Pólverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 24-20, í sextán liða úrslitunum í dag. 26. janúar 2015 17:05 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Pólverjar skelltu Króötum Pólverjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM í handbolta eftir spennutrylli gegn Króötum. 28. janúar 2015 17:10 Katar komið í úrslit á HM Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst. 30. janúar 2015 17:08 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja Leikmenn pólska landsliðsins sluppu við refsingu en starfsmaður í þjálfaraliðinu fékk langt bann. 1. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Pólland tryggði sér bronsverðlaun á HM í Katar með eins marks sigri, 29-28, á Spáni í framlengdum leik um 3. sætið í Lusail í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Pólverjar vinna brons á HM, en það gerðu þeir einnig árin 1982 og 2009. Pólverjar byrjuðu leikinn betur, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og náðu tvívegis fjögurra marka forskoti (5-1 og 6-2). Spánverjar unnu sig hægt og sígandi inn í leikinn og náðu að jafna í 11-11 þegar sjö og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Staðan var svo jöfn í hálfleik, 13-13. Heimsmeistararnir voru jafnan fyrri til að skora í byrjun seinni hálfleiks en alltaf jöfnuðu Pólverjar. Spánverjar tóku svo völdin um miðjan seinni hálfleik og breyttu stöðunni úr 17-17 í 18-22. Pólverjar höfðu hins vegar ekki sagt sitt síðasta og náðu í þrígang að minnka muninn í eitt mark og það var síðan örvhenta skyttan Michal Szyba sem tryggði Póllandi framlengingu þegar hann jafnaði í 24-24 með sínu áttunda marki. Pólverjar voru alltaf á undan að skora í framlengingunni og unnu að lokum eins marks sigur, 29-28. Það var línumaðurinn Kamil Syprzak sem skoraði sigurmark Póllands þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum. Szyba var markahæstur í liði Pólverja með átta mörk en Syprzak kom næstur með sex. Þá skoraði Adam Wisniewski fjögur mörk úr vinstra horninu. Victor Tomás skoraði sjö mörk fyrir Spánverja en Antonio García kom næstur með fimm.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Pólverjar sendu Staffan og sænska landsliðið heim Pólverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 24-20, í sextán liða úrslitunum í dag. 26. janúar 2015 17:05 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Pólverjar skelltu Króötum Pólverjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM í handbolta eftir spennutrylli gegn Króötum. 28. janúar 2015 17:10 Katar komið í úrslit á HM Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst. 30. janúar 2015 17:08 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja Leikmenn pólska landsliðsins sluppu við refsingu en starfsmaður í þjálfaraliðinu fékk langt bann. 1. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Pólverjar sendu Staffan og sænska landsliðið heim Pólverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 24-20, í sextán liða úrslitunum í dag. 26. janúar 2015 17:05
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Pólverjar skelltu Króötum Pólverjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM í handbolta eftir spennutrylli gegn Króötum. 28. janúar 2015 17:10
Katar komið í úrslit á HM Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst. 30. janúar 2015 17:08
Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35
Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja Leikmenn pólska landsliðsins sluppu við refsingu en starfsmaður í þjálfaraliðinu fékk langt bann. 1. febrúar 2015 12:00