Lampard: Gareth Bale er alltof indæll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 08:00 Gareth Bale. Vísir/Getty Frank Lampard hafði sína skoðun á frammistöðu Gareth Bale með Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Lampard vill að hann hugsi meira um sjálfan sig. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim velska að undanförnu en dýrasti knattspyrnumaður heims hefur bætt þurft að hlusta á baul frá stuðningsmönnunum sem og harða gagnrýni í spænsku pressunni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Bale í leiknum í gær og virtist hann oft taka ranga ákvörðun þegar hann nálgaðist vítateiginn. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé afar indæll strákur," sagði Frank Lampard við Sky Sports. „Hann ætti að hafa meira egó miðað við það sem hann hefur þegar afrekað á ferlinum. Kannski hefur hann áhyggjur af því að gera ekki of mikið sjálfur þegar tækifærið gefst til að keyra sjálfur á markið, af ótta um að fá á sig gagnrýni," sagði Lampard sem vill að Bale hætti að reyna halda öllum öðrum ánægðum því að það sé ekki hægt. „Ég vona að hann losi sig við slíkan hugsunarhátt sem fyrst því það gæti farið að hafa slæm áhrif á hann," sagði Lampard. Bale hefur ekki skorað fyrir Real Madrid í næstum því einn mánuð og menn hafa tekið nokkrum sinnum eftir pirringi Cristiano Ronaldo þegar Bale reynir sjálfur að skjóta í stað þess að gefa hann. „Ég vildi sjá Cristiano (Ronaldo) koma fram og segja að þetta sé ekkert mál því við vitum að það er hann sem er aðalmaðurinn," sagði Lampard en látbragð Ronaldo hefur oft kallað fram baul á Bale. „Bale gæti hinsvegar komið enn sterkari til baka eftir þetta basl. Kannski sjáum við hann sóla þrjá og setja hann upp í fjærhornið í næsta leik," sagði Frank Lampard.Gareth BaleVísir/Getty Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Frank Lampard hafði sína skoðun á frammistöðu Gareth Bale með Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Lampard vill að hann hugsi meira um sjálfan sig. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim velska að undanförnu en dýrasti knattspyrnumaður heims hefur bætt þurft að hlusta á baul frá stuðningsmönnunum sem og harða gagnrýni í spænsku pressunni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Bale í leiknum í gær og virtist hann oft taka ranga ákvörðun þegar hann nálgaðist vítateiginn. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé afar indæll strákur," sagði Frank Lampard við Sky Sports. „Hann ætti að hafa meira egó miðað við það sem hann hefur þegar afrekað á ferlinum. Kannski hefur hann áhyggjur af því að gera ekki of mikið sjálfur þegar tækifærið gefst til að keyra sjálfur á markið, af ótta um að fá á sig gagnrýni," sagði Lampard sem vill að Bale hætti að reyna halda öllum öðrum ánægðum því að það sé ekki hægt. „Ég vona að hann losi sig við slíkan hugsunarhátt sem fyrst því það gæti farið að hafa slæm áhrif á hann," sagði Lampard. Bale hefur ekki skorað fyrir Real Madrid í næstum því einn mánuð og menn hafa tekið nokkrum sinnum eftir pirringi Cristiano Ronaldo þegar Bale reynir sjálfur að skjóta í stað þess að gefa hann. „Ég vildi sjá Cristiano (Ronaldo) koma fram og segja að þetta sé ekkert mál því við vitum að það er hann sem er aðalmaðurinn," sagði Lampard en látbragð Ronaldo hefur oft kallað fram baul á Bale. „Bale gæti hinsvegar komið enn sterkari til baka eftir þetta basl. Kannski sjáum við hann sóla þrjá og setja hann upp í fjærhornið í næsta leik," sagði Frank Lampard.Gareth BaleVísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira