Ranglega sakaður um að klípa konu í rassinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2015 10:42 Rúnar Helgi Vignisson Vísir/Pjetur Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins. Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins.
Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09
Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48