Samkvæmt Vegagerðinni er snjóþekja og stórhríð á Holtavörðuheiði og snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku. Snjóþekja og skafrenningur er einnig á Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda. Þæfingsfærð og skafrenningur er frá Bjarnarfirði og norður að Gjögri einnig frá Brjámslæk og yfir Klettsháls.
Á Norðurlandi er víða greiðfært en hálka á Þverárfjalli, snjóþekja og skafrenningur á Vatnsskarði og hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru frá Tjörnesi og austur á Þórshöfn. Um austanvert landið eru vegir hins vegar víðast hvar auðir með nokkrum undantekningum þar sem hálkublettir eru.