Westbrook skoraði 41 stig í Stjörnuleiknum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2015 08:00 Russell Westbrook treður hér í körfuna. Vísir/Getty Russell Westbrook var maður kvöldsins í Madison Square Garden í nótt þegar hann leiddi Vesturdeildina til sigurs í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestrið vann Austrið 163-158 þar sem Russell Westbrook skoraði 41 stig og var aðeins einu stigi frá því að jafna stigamet Wilt Chamberlain frá 1962. Westbrook var að sjálfsögðu valinn besti leikmaður leiksins. „Ég klikkaði á sex eða sjö sniðskotum og átti að geta tekið metið," sagði Russell Westbrook léttur í leikslok. Westbrook var jafnframt aðeins þriðji maðurinn sem kemst í 40 stigin í Stjörnuleik en auk Wilt Chamberlain þá skoraði Michael Jordan 40 stig árið 1988. „Það er mikill heiður að vera í hópi með þessum tveimur," sagði Russell Westbrook eftir leikinn. Westbrook skoraði 27 stig í fyrri hálfleiknum og hjálpaði Vestrinu að ná tuttugu stiga forystu í leiknum. Westbrook hitti úr 16 af 28 skotum sínum þar af 5 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Það voru fleiri kappar að spila vel því James Harden var með 29 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og Stephen Curry var með 15 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Chris Paul var með 12 stig og 15 stoðsendingar. LeBron James var með 30 stig og 7 stoðsendingar fyrir Austurdeildina og Kyle Korver setti niður sjö þriggja stiga skot og endaði með 21 stig. John Wall skoraði 19 stig. Bræðurnir Marc Gasol og Pau Gasol skrifuðu kafla í sögu Stjörnuleiksins með því að vera báðir í byrjunarliðinu. Marc endaði með 6 stig og 10 fráköst á 25 mínútum en Pau var með 10 stig og 12 fráköst á 26 mínútum. NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira
Russell Westbrook var maður kvöldsins í Madison Square Garden í nótt þegar hann leiddi Vesturdeildina til sigurs í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestrið vann Austrið 163-158 þar sem Russell Westbrook skoraði 41 stig og var aðeins einu stigi frá því að jafna stigamet Wilt Chamberlain frá 1962. Westbrook var að sjálfsögðu valinn besti leikmaður leiksins. „Ég klikkaði á sex eða sjö sniðskotum og átti að geta tekið metið," sagði Russell Westbrook léttur í leikslok. Westbrook var jafnframt aðeins þriðji maðurinn sem kemst í 40 stigin í Stjörnuleik en auk Wilt Chamberlain þá skoraði Michael Jordan 40 stig árið 1988. „Það er mikill heiður að vera í hópi með þessum tveimur," sagði Russell Westbrook eftir leikinn. Westbrook skoraði 27 stig í fyrri hálfleiknum og hjálpaði Vestrinu að ná tuttugu stiga forystu í leiknum. Westbrook hitti úr 16 af 28 skotum sínum þar af 5 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Það voru fleiri kappar að spila vel því James Harden var með 29 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og Stephen Curry var með 15 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Chris Paul var með 12 stig og 15 stoðsendingar. LeBron James var með 30 stig og 7 stoðsendingar fyrir Austurdeildina og Kyle Korver setti niður sjö þriggja stiga skot og endaði með 21 stig. John Wall skoraði 19 stig. Bræðurnir Marc Gasol og Pau Gasol skrifuðu kafla í sögu Stjörnuleiksins með því að vera báðir í byrjunarliðinu. Marc endaði með 6 stig og 10 fráköst á 25 mínútum en Pau var með 10 stig og 12 fráköst á 26 mínútum.
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira