Pínleg andmæli evrópskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2015 12:00 Katar var úthlutað HM 2022 árið 2010. Hér er Sepp Blatter, forseti FIFA, með þáverandi emír Katar og eiginkonu hans. Vísir/AFP Marina Hyde ritar athyglisverðan pistil í enska blaðinu Guardian í dag og hefur hann vakið mikla athygli. Þar fjallar hún um yfirvofandi ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að halda HM 2022 í nóvember og desember það ár.Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.HM er á leið til Katar, þó ekki fyrr en eftir tæp átta ár.Vísir/GettyAf nógu er að taka. Innfluttir verkamenn frá fátækum ríkjum hafa verið fluttir inn í stórum stíl til að byggja glæsilega knattspyrnuleikvanga í landinu. En það er ekki allt og sumt. „Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.Karl-Heinz Rummenigge er stjórnarformaður Bayern München og í forsvari fyrir Samtök evrópskra knattspyrnufélaga.Vísir/GettyLíklegt er að úrslitaleikur HM 2022 fari fram á Þorláksmessu og raski þar með hefðbundinni jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar, í ofanálag við allt annað. Forráðamenn evrópskra félaga og deildarkeppna hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi hávært og það þykir Hyde pínlegur samanburður.Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022 „Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún. „Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“Smelltu hér til að lesa pistil Hyde. FIFA Fótbolti Mið-Austurlönd Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Marina Hyde ritar athyglisverðan pistil í enska blaðinu Guardian í dag og hefur hann vakið mikla athygli. Þar fjallar hún um yfirvofandi ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að halda HM 2022 í nóvember og desember það ár.Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.HM er á leið til Katar, þó ekki fyrr en eftir tæp átta ár.Vísir/GettyAf nógu er að taka. Innfluttir verkamenn frá fátækum ríkjum hafa verið fluttir inn í stórum stíl til að byggja glæsilega knattspyrnuleikvanga í landinu. En það er ekki allt og sumt. „Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.Karl-Heinz Rummenigge er stjórnarformaður Bayern München og í forsvari fyrir Samtök evrópskra knattspyrnufélaga.Vísir/GettyLíklegt er að úrslitaleikur HM 2022 fari fram á Þorláksmessu og raski þar með hefðbundinni jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar, í ofanálag við allt annað. Forráðamenn evrópskra félaga og deildarkeppna hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi hávært og það þykir Hyde pínlegur samanburður.Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022 „Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún. „Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“Smelltu hér til að lesa pistil Hyde.
FIFA Fótbolti Mið-Austurlönd Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira