„Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. febrúar 2015 21:12 Búið er að rýma um þrjátíu hús á sunnaverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll á Patreksfirði í dag. Íbúi í bænum heyrði miklar drunur og fann titring þegar flóðið féll við hús hans og hreif með sér bíl sem stóð þar nærri. Vonskuveður hefur verið á sunnaverðum Vestfjörðum í dag. Um hádegisbil féll snjóflóð við hús Hrannar Árnadóttur sem býr við Urðargötu á Patreksfirði. „ Ég fór heim úr vinnunni um ellefu leytið því það var bara orðið svo vitlaust veður að ég ætlaði bara að komast heim á bílnum,“ segir Hrönn. Hún sat inni í stofu og var að vinna í tölvunni um eitt leytið þegar snjóflóðið féll. „ Þá heyrði ég bara ógurlega skruðninga og læti og ég hélt að þetta væri bara einhver stór vél að keyra framhjá húsinu. Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt en það er svo blint að maður sér ekki neitt. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég bara að bílinn hjá nágrannakonunni var kominn niður fyrir veg, “ segir Hrönn. Hún segir snjóflóðið hafa fallið við hlið hússins en þó fyrir utan girðingu. Hrönn hafði strax samband við björgunarsveitir og voru hús við götun þá rýmd. Erfitt er að segja til um stærð flóðsins en talið er að það sé meira en sextíu metra breitt. Hrönn dvelur nú hjá ættingjum í bænum. „ Þetta fellur þarna sko á milli Urðargötu og Mýra. Þetta er óbyggt svæði út af snjóflóðahættu. Þannig að við erum alveg þarna á mörkunum,“ segir Hrönn. Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Búið er að rýma um þrjátíu hús á sunnaverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll á Patreksfirði í dag. Íbúi í bænum heyrði miklar drunur og fann titring þegar flóðið féll við hús hans og hreif með sér bíl sem stóð þar nærri. Vonskuveður hefur verið á sunnaverðum Vestfjörðum í dag. Um hádegisbil féll snjóflóð við hús Hrannar Árnadóttur sem býr við Urðargötu á Patreksfirði. „ Ég fór heim úr vinnunni um ellefu leytið því það var bara orðið svo vitlaust veður að ég ætlaði bara að komast heim á bílnum,“ segir Hrönn. Hún sat inni í stofu og var að vinna í tölvunni um eitt leytið þegar snjóflóðið féll. „ Þá heyrði ég bara ógurlega skruðninga og læti og ég hélt að þetta væri bara einhver stór vél að keyra framhjá húsinu. Svo kom þessi rosalegi þrýstingur og það titraði allt en það er svo blint að maður sér ekki neitt. Ég hljóp út í glugga og þá sá ég bara að bílinn hjá nágrannakonunni var kominn niður fyrir veg, “ segir Hrönn. Hún segir snjóflóðið hafa fallið við hlið hússins en þó fyrir utan girðingu. Hrönn hafði strax samband við björgunarsveitir og voru hús við götun þá rýmd. Erfitt er að segja til um stærð flóðsins en talið er að það sé meira en sextíu metra breitt. Hrönn dvelur nú hjá ættingjum í bænum. „ Þetta fellur þarna sko á milli Urðargötu og Mýra. Þetta er óbyggt svæði út af snjóflóðahættu. Þannig að við erum alveg þarna á mörkunum,“ segir Hrönn.
Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira