Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 15:49 Frá Patreksfirði Bæjarins besta „Ég held ég sé ein eftir í götunni,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Urðargötu á Patreksfirði sem er inni á reit 4 sem var rýmdur í dag vegna snjóflóðahættu. 60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag og var gripið til rýminga í kjölfarið. Þrettán hús eru á reit fjögur en ekki er búið í tveimur þeirra. Sigurbjörgu var hleypt heim til sín til að sækja muni fyrir sig, eiginmanninn og 11 ára son þau halda heim til dóttur þeirra hjóna þar sem fjölskyldan mun gista þar til hættan er liðin hjá. „Við vorum bara að loka niður í vinnu og fengum að skjótast heim að ná í dót,“ segir Sigurbjörg.60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði í dag.map.isFastur í allan dag upp á heiði Hún segir veðrið á Patreksfirði snælduvitlaust. „Það er bara eitt orð yfir þetta. Maður sér varla út úr augum. Það er eiginlega allt búið að vera ófært í plássinu,“ segir Sigurbjörg sem rekur flutningafyrirtæki á Patreksfirði og er einn starfsmaður þeirra fastur á flutningabíl á Kleifaheiði. „Hann er búinn að vera fastur þar síðan í morgun með fullan bíl af fiski og kemst ekki neitt. Hefillinn fastur og ekkert hægt að ná honum,“ segir Sigurbjörg. Hún segir rýmingar á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu ekki hafa verið algengar seinni ár en hafi þó verið ansi tíðar um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar þegar mannskæð snjóflóð féllu á Flateyri og í Súðavík.Öllu vön „Þannig að maður er öllu vanur,“ segir Sigurbjörg sem á ekki von á öðru en að enn verði snjóflóðahætta á morgun miðað við veðurspána. „Þetta gengur allt sinn vanagang,“ segir Sigurbjörg að lokum. 22. janúar árið 1983 fórust fjórir í tveimur flóðum á Patreksfirði. Veður Tengdar fréttir Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
„Ég held ég sé ein eftir í götunni,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Urðargötu á Patreksfirði sem er inni á reit 4 sem var rýmdur í dag vegna snjóflóðahættu. 60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag og var gripið til rýminga í kjölfarið. Þrettán hús eru á reit fjögur en ekki er búið í tveimur þeirra. Sigurbjörgu var hleypt heim til sín til að sækja muni fyrir sig, eiginmanninn og 11 ára son þau halda heim til dóttur þeirra hjóna þar sem fjölskyldan mun gista þar til hættan er liðin hjá. „Við vorum bara að loka niður í vinnu og fengum að skjótast heim að ná í dót,“ segir Sigurbjörg.60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði í dag.map.isFastur í allan dag upp á heiði Hún segir veðrið á Patreksfirði snælduvitlaust. „Það er bara eitt orð yfir þetta. Maður sér varla út úr augum. Það er eiginlega allt búið að vera ófært í plássinu,“ segir Sigurbjörg sem rekur flutningafyrirtæki á Patreksfirði og er einn starfsmaður þeirra fastur á flutningabíl á Kleifaheiði. „Hann er búinn að vera fastur þar síðan í morgun með fullan bíl af fiski og kemst ekki neitt. Hefillinn fastur og ekkert hægt að ná honum,“ segir Sigurbjörg. Hún segir rýmingar á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu ekki hafa verið algengar seinni ár en hafi þó verið ansi tíðar um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar þegar mannskæð snjóflóð féllu á Flateyri og í Súðavík.Öllu vön „Þannig að maður er öllu vanur,“ segir Sigurbjörg sem á ekki von á öðru en að enn verði snjóflóðahætta á morgun miðað við veðurspána. „Þetta gengur allt sinn vanagang,“ segir Sigurbjörg að lokum. 22. janúar árið 1983 fórust fjórir í tveimur flóðum á Patreksfirði.
Veður Tengdar fréttir Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23