„Þetta var alveg fáránleg sena“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2015 12:13 Hjálmar virðist búa sig undir flugtak á myndinni sem Áslaug kona hans tók í hvassviðrinu á Heimaey í gær. Mynd/Áslaug María Friðriksdóttir Hjálmar Edwardsson skellti sér til Vestmannaeyja ásamt eiginkonu sinni og börnum í vetrarfríinu sem var í grunnskólum fyrir helgi. Þegar hann vaknaði í dag var hann á forsíðu Fréttablaðsins. „Þetta var alveg fáránleg sena. Alveg út í hött,“ segir Hjálmar sem varð veðurtepptur í Eyjum í gær sökum mikils hvassviðris. Hjálmar var á rúnti um Eyjuna fögru í gær með eiginkonu sinni, borgarfulltrúanum Áslaugu Maríu Friðriksdóttur, þegar þau keyrðu fram á fjúkandi ruslatunnu. „Ég ætlaði að kíkja á þessa tunnu og sjá hvort ég gæti gert eitthvað,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hundi hafi ekki verið út sigandi. Lítið var hægt að gera en Áslaug náði myndinni frábæru úr bíl sínum þar sem Hjálmar reynir að komast aftur í bílinn.Ljósmyndarinn Áslaug María Friðriksdóttir.Mynd/XD.is„Það var bara kolbilað veður,“ segir Hjálmar. Hann telur að líklega hafi hann aðeins lent í viðlíka hvassvirði undir Eyjafjöllum. „Þetta var bara fellibylaveður!“ Fjölskyldan hélt frá Eyjum í morgun með Herjólfi og segir Hjálmar að þá hafi veðrið verið allt annað en í gær. „Það var bara bongóblíða,“ segir hann. En vissi Hjálmar að hann yrði á forsíðu mest lesna dagblaðs Íslands þegar hann vaknaði? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það var búið að biðja um leyfi til að nota hana á vefnum en það er ennþá betra að fá hana á forsíðuna,“ segir Hjálmar hlæjandi. Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Hjálmar Edwardsson skellti sér til Vestmannaeyja ásamt eiginkonu sinni og börnum í vetrarfríinu sem var í grunnskólum fyrir helgi. Þegar hann vaknaði í dag var hann á forsíðu Fréttablaðsins. „Þetta var alveg fáránleg sena. Alveg út í hött,“ segir Hjálmar sem varð veðurtepptur í Eyjum í gær sökum mikils hvassviðris. Hjálmar var á rúnti um Eyjuna fögru í gær með eiginkonu sinni, borgarfulltrúanum Áslaugu Maríu Friðriksdóttur, þegar þau keyrðu fram á fjúkandi ruslatunnu. „Ég ætlaði að kíkja á þessa tunnu og sjá hvort ég gæti gert eitthvað,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hundi hafi ekki verið út sigandi. Lítið var hægt að gera en Áslaug náði myndinni frábæru úr bíl sínum þar sem Hjálmar reynir að komast aftur í bílinn.Ljósmyndarinn Áslaug María Friðriksdóttir.Mynd/XD.is„Það var bara kolbilað veður,“ segir Hjálmar. Hann telur að líklega hafi hann aðeins lent í viðlíka hvassvirði undir Eyjafjöllum. „Þetta var bara fellibylaveður!“ Fjölskyldan hélt frá Eyjum í morgun með Herjólfi og segir Hjálmar að þá hafi veðrið verið allt annað en í gær. „Það var bara bongóblíða,“ segir hann. En vissi Hjálmar að hann yrði á forsíðu mest lesna dagblaðs Íslands þegar hann vaknaði? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það var búið að biðja um leyfi til að nota hana á vefnum en það er ennþá betra að fá hana á forsíðuna,“ segir Hjálmar hlæjandi.
Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira