Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2015 10:57 Börnin komin bókstaflega á hálan ís við Jökulsárlón í gær. Mynd/Owen Hunt „Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. Owen, sem starfar sem leiðsögumaður hjá Iceland Aurora og hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin fimm ár, kemur reglulega að lóninu. Hann hefur áður séð fólk á ísnum en í gær var ástandið verra en áður. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ segir Owen í samtali við Vísi. Hann hafi sjálfur stöðvað kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. „Við útskýrðum hættuna fyrir þeim og þau þökkuðu okkur reyndar fyrir.“Ferðamenn að stórhættulegum leik við lónið.Mynd/Owen HuntFéll út í og hló Owen segist aðeins hafa tekið nokkrar myndir sem fylgja fréttinni en tilefni hafi verið til að taka fleiri öðrum til varnaðar. Þannig hafi kona ein runnið af ísnum út í vatnið en tekist að koma sér aftur upp á ísinn. „Hún sneri upp á land hlæjandi. Fólk áttar sig ekki á hættunni,“ segir Owen. Þó sé að finna viðvörunarskilti á svæðinu. Fólki sé greinilega ekki ljóst að falli það á milli ísjaka þá sé það komist í stórhættu. Fólk sem geri tilraun til að bjarga fólki við slíkar aðstæður setji sjálft sig í afar mikla hættu.Post by Owen Hunt.Ólíklegt er að spyrja þyrfti að leikslokum myndi klakinn gefa sig.Mynd/Owen Hunt„Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ segir Owen. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka. Foreldrarnir úti í bíl og börnin á ísnum Á meðfylgjandi mynd má sjá tvö börn sem röltu eftirlitslaus út á ísinn. „Foreldrarnir voru að baksa eitthvað í bílnum. Það var enginn að fylgjast með börnunum. Það er eitt ef fullorðið fólk leggur líf sitt í hættu en foreldrar verða að passa upp á börnin sín!“Ferðamaðurinn sem leitaði að fullkomnum stað til að taka myndir, fleiri hundruð metra úti á klakanum.Mynd/Ower HuntHann segir að í öllum tilfellum í gær hafi verið um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Owen og hans kollegar ráðleggi að sjálfsögðu fólki frá því að fara út á jakann. Það gildi um aðra leiðsögumenn sem hann þekki til. Komin 200-300 metra út á klakann Owen segist hafa verið í Jökulsárlóni fyrir um tveimur vikum. Þá hafi aðstæður verið öðruvísi og ekki jafnauðvelt, ef svo má segja, að ganga út á ísinn. Það hafi þó ekki stöðvað ferðamann nokkurn þann daginn. „Hann var örugglega kominn 200-300 metra út á ísinn. Það er pottþétt hvernig hefði farið ef hann hefði runnið út í vatnið.“Ferðamaðurinn í Reynisfjöru í vikunni.MYND/ULRICH PITTROFFEin alda og þú ert farinn Owen hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan í 1970. Hann elskar náttúruna hér á landi og vill alls ekki að fólk hætti að heimsækja fallega staði á borð við Jökulsárlón. Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir hættunni sem sé svo sannarlega fyrir hendi í náttúru Íslands. Sérstaklega ef fólk hunsar viðvörunarskilti líkt og reglulega gerist í Reynisfjöru.Vísir fjallaði í gær um ferðamann sem kom sér í stórhættu í fjöruborðinu í Reynisfjöru í vikunni. Fólk kemur sér reglulega í hættu í fjörunni og virðist ekki gera sér grein fyrir briminu sem getur á augabragði tekið fólk út í sjóinn. „Við förum þangað reglulega og sjáum fólk bregða á leik,“ segir Owen. „Ef það kemur ein risastór alda þá ertu bara farinn. Og það getur enginn bjargað þér nema hann leggi um leið eigið líf í stórhættu.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
„Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. Owen, sem starfar sem leiðsögumaður hjá Iceland Aurora og hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin fimm ár, kemur reglulega að lóninu. Hann hefur áður séð fólk á ísnum en í gær var ástandið verra en áður. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ segir Owen í samtali við Vísi. Hann hafi sjálfur stöðvað kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. „Við útskýrðum hættuna fyrir þeim og þau þökkuðu okkur reyndar fyrir.“Ferðamenn að stórhættulegum leik við lónið.Mynd/Owen HuntFéll út í og hló Owen segist aðeins hafa tekið nokkrar myndir sem fylgja fréttinni en tilefni hafi verið til að taka fleiri öðrum til varnaðar. Þannig hafi kona ein runnið af ísnum út í vatnið en tekist að koma sér aftur upp á ísinn. „Hún sneri upp á land hlæjandi. Fólk áttar sig ekki á hættunni,“ segir Owen. Þó sé að finna viðvörunarskilti á svæðinu. Fólki sé greinilega ekki ljóst að falli það á milli ísjaka þá sé það komist í stórhættu. Fólk sem geri tilraun til að bjarga fólki við slíkar aðstæður setji sjálft sig í afar mikla hættu.Post by Owen Hunt.Ólíklegt er að spyrja þyrfti að leikslokum myndi klakinn gefa sig.Mynd/Owen Hunt„Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ segir Owen. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka. Foreldrarnir úti í bíl og börnin á ísnum Á meðfylgjandi mynd má sjá tvö börn sem röltu eftirlitslaus út á ísinn. „Foreldrarnir voru að baksa eitthvað í bílnum. Það var enginn að fylgjast með börnunum. Það er eitt ef fullorðið fólk leggur líf sitt í hættu en foreldrar verða að passa upp á börnin sín!“Ferðamaðurinn sem leitaði að fullkomnum stað til að taka myndir, fleiri hundruð metra úti á klakanum.Mynd/Ower HuntHann segir að í öllum tilfellum í gær hafi verið um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Owen og hans kollegar ráðleggi að sjálfsögðu fólki frá því að fara út á jakann. Það gildi um aðra leiðsögumenn sem hann þekki til. Komin 200-300 metra út á klakann Owen segist hafa verið í Jökulsárlóni fyrir um tveimur vikum. Þá hafi aðstæður verið öðruvísi og ekki jafnauðvelt, ef svo má segja, að ganga út á ísinn. Það hafi þó ekki stöðvað ferðamann nokkurn þann daginn. „Hann var örugglega kominn 200-300 metra út á ísinn. Það er pottþétt hvernig hefði farið ef hann hefði runnið út í vatnið.“Ferðamaðurinn í Reynisfjöru í vikunni.MYND/ULRICH PITTROFFEin alda og þú ert farinn Owen hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan í 1970. Hann elskar náttúruna hér á landi og vill alls ekki að fólk hætti að heimsækja fallega staði á borð við Jökulsárlón. Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir hættunni sem sé svo sannarlega fyrir hendi í náttúru Íslands. Sérstaklega ef fólk hunsar viðvörunarskilti líkt og reglulega gerist í Reynisfjöru.Vísir fjallaði í gær um ferðamann sem kom sér í stórhættu í fjöruborðinu í Reynisfjöru í vikunni. Fólk kemur sér reglulega í hættu í fjörunni og virðist ekki gera sér grein fyrir briminu sem getur á augabragði tekið fólk út í sjóinn. „Við förum þangað reglulega og sjáum fólk bregða á leik,“ segir Owen. „Ef það kemur ein risastór alda þá ertu bara farinn. Og það getur enginn bjargað þér nema hann leggi um leið eigið líf í stórhættu.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30