J.B. Holmes með þægilegt forskot fyrir lokahringinn á Cadillac Championship Kári Örn Hinriksson skrifar 8. mars 2015 13:00 J.B. Holmes heilsar aðdáendum á þriðja hring. Getty Það gerist ekki oft á PGA-mótaröðinni að einn kylfingur leiði mót frá fyrsta hring og takist síðan að sigra en fyrir lokahringinn á Cadillac meistaramótinu er það staðan sem Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes er í. Holmes hefur leikið frábært golf hingað til og er á 11 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hann hefur fimm högga forskot á Bubba Watson og Dustin Johnson sem deila öðru sætinu á sex höggum undir pari. Doral völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður um helgina en aðeins tólf kylfingar eru undir pari eins og er. Tilþrif gærdagsins átti forystusauðurinn Holmes en hann fór holu í höggi á fjórðu holu sem er rúmlega 210 metrar að lengd. Það gerði Dustin Johnson einnig en það var hreint út sagt ótrúlegt að sjá tvo kylfinga í toppbaráttunni fara holu í höggi með stuttu millibili. Fimm högg geta verið fljót að fara í jafn stórum mótum og Cadillac meistaramótinu en lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag. Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það gerist ekki oft á PGA-mótaröðinni að einn kylfingur leiði mót frá fyrsta hring og takist síðan að sigra en fyrir lokahringinn á Cadillac meistaramótinu er það staðan sem Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes er í. Holmes hefur leikið frábært golf hingað til og er á 11 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hann hefur fimm högga forskot á Bubba Watson og Dustin Johnson sem deila öðru sætinu á sex höggum undir pari. Doral völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður um helgina en aðeins tólf kylfingar eru undir pari eins og er. Tilþrif gærdagsins átti forystusauðurinn Holmes en hann fór holu í höggi á fjórðu holu sem er rúmlega 210 metrar að lengd. Það gerði Dustin Johnson einnig en það var hreint út sagt ótrúlegt að sjá tvo kylfinga í toppbaráttunni fara holu í höggi með stuttu millibili. Fimm högg geta verið fljót að fara í jafn stórum mótum og Cadillac meistaramótinu en lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag.
Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira