Kristján Flóki Finnbogason hefur ákveðið að semja við Breiðablik og leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. Hann gerði þriggja ára samning við félagið.
Kristján Flóki er uppalinn FH-ingur og kom við sögu í tveimur leikjum með liðinu í Pepsi-deild karla áður en hann hélt til FCK í Danmörku í ágúst 2013.
Hann er nítján ára gamall og var markahæsti leikmaður U-19 liðs FCK á síðustu leiktíð. Hann á einnig fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Íslands.
Um tíma leit út fyrir að hann yrði lánaður frá FCK og fór hann til að mynda á reynslu til Brommapojkarna í Svíþjóð. En hann ákvað svo að halda heim á leið og samdi í dag við Blika.
Kristján Flóki í Breiðablik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

