Fyrrverandi formaður Framsóknar segir stjórnarflokkana sýna stjórnskipan lýðveldisins fyrirlitningu Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2015 12:57 Jón Sigurðsson Fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira