Innlent

Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælaaðgerðir eru framundan.
Mótmælaaðgerðir eru framundan. Vísir/Valli
Mótmæli hafa verið boðuð á Austurvelli klukkan 20 í kvöld vegna samþykkt ríkisstjórnarinnar um að taka ekki upp aðildarviðræður að nýju.

Búið er að auglýsa mótmælin á sérstakri Facebook-síðu.

Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. „Það er alger sturlun það sem þeir gerðu. Þetta á ekki að vera í boði. Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta.“

Jóhannes segir að auk mótmælanna í kvöld verði áframhaldandi mótmæli á Austurvelli um helgina.

Jóhannes var einn skipuleggjenda #vor14 hópsins sem stóð fyrir mótmælaaðgerðum á Austurvelli síðasta vor þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram tillögu um að slíta viðræðum.

Á Twitter-síðu sinni sakar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, ríkisstjórnina um kjarkleysi og spyr hvort ríkisstjórnin þori ekki „ með sinn trausta þingmeirihluta að fara með ESB-málið fyrir Utanríkismálanefnd og Alþingi Íslendinga?“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×