Syndir mæðranna Hildur Björnsdóttir skrifar 11. mars 2015 11:30 Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós. Ég hafði fengið spurninguna oft áður, mun sennilega fá hana oft aftur og veit að ógrynni kvenna fær hana daglega. Í hvert sinn sem spurningin er borin upp finnst mér ég hafa verið svikin. Ég gerði allt sem þau sögðu. Allt sem ætlast var til af mér. Samt spyrja þau um svíðandi samviskubitið. Líkt og ég hafi gert eitthvað rangt. Líkt og ég hafi syndgað. Í uppeldi mínu var femínismi aldrei til umræðu. Ég veit í sjálfu sér ekki hver ástæðan var eða hvort það hafi verið ástæða yfir höfuð. Misrétti kynjanna var fjarskyldur frændi og þörf fyrir kvennabaráttu fullkomlega framandi. Allt í gegnum barnæsku mína, menntaskólaárin og háskólaárin gat ég ekki séð að kyn mitt hefði nokkra þýðingu aðra en líffræðilega. Aldrei fann ég til vanmáttarkenndar gagnvart gagnstæða kyninu og aldrei upplifði ég skerta möguleika vegna kyns. Aldrei. Ekki einu sinni. Snemma í barnæsku innrætum við stúlkum stóra drauma og háleitar hugmyndir. Framtíðin ógnarstór hvítur strigi. Möguleikarnir margvíslegir og tækifærin endalaus – þenjast út með alheiminum og eiga sér engin takmörk. Við hvetjum þær til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Við segjum samfélagið betra með fleiri konum við stjórnvölinn. Með fleiri konum í ábyrgðarstöðum. Með fleiri konum í efstu þrepunum. Þetta eru skilaboðin sem við sendum. Þetta eru skilaboðin sem þær fá. Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir. Síðustu ár hef ég staðið frammi fyrir spurningum. Óteljandi spurningum sem draga heimsmynd mína í efa. Fólk virðist hafa af því djúpstæðar áhyggjur að móðir vinni fulla vinnu. Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni. Annað sem ég hef heyrt áður. Þó Ísland standi framarlega á sviði kynjajafnréttis heyrist enn hringla í hlekkjunum sem takmarka svigrúm kvenna utan heimilisins. Sú takmörkun er ekki fólgin í skertum möguleikum á menntun og tækifærum. Öllu heldur viðhorfum. Viðhorfum til kvenna og kynjahlutverka. Viðhorfum sem virðast svo brennimerkt í þjóðarsálina að hvorki pendúlar né jónað vatn gætu sært úr þeim rotvarnarefnin. Ef við viljum sjá fleiri konur í fremstu víglínu - eða bara einhverri víglínu - þarf að breyta þessum viðhorfum. Viðhorfum sem sífellt setja konur í tapsætið. Viðhorfum sem skipa þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna. Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Úlfar í trúargæru Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. 19. janúar 2015 11:36 Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós. Ég hafði fengið spurninguna oft áður, mun sennilega fá hana oft aftur og veit að ógrynni kvenna fær hana daglega. Í hvert sinn sem spurningin er borin upp finnst mér ég hafa verið svikin. Ég gerði allt sem þau sögðu. Allt sem ætlast var til af mér. Samt spyrja þau um svíðandi samviskubitið. Líkt og ég hafi gert eitthvað rangt. Líkt og ég hafi syndgað. Í uppeldi mínu var femínismi aldrei til umræðu. Ég veit í sjálfu sér ekki hver ástæðan var eða hvort það hafi verið ástæða yfir höfuð. Misrétti kynjanna var fjarskyldur frændi og þörf fyrir kvennabaráttu fullkomlega framandi. Allt í gegnum barnæsku mína, menntaskólaárin og háskólaárin gat ég ekki séð að kyn mitt hefði nokkra þýðingu aðra en líffræðilega. Aldrei fann ég til vanmáttarkenndar gagnvart gagnstæða kyninu og aldrei upplifði ég skerta möguleika vegna kyns. Aldrei. Ekki einu sinni. Snemma í barnæsku innrætum við stúlkum stóra drauma og háleitar hugmyndir. Framtíðin ógnarstór hvítur strigi. Möguleikarnir margvíslegir og tækifærin endalaus – þenjast út með alheiminum og eiga sér engin takmörk. Við hvetjum þær til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Við segjum samfélagið betra með fleiri konum við stjórnvölinn. Með fleiri konum í ábyrgðarstöðum. Með fleiri konum í efstu þrepunum. Þetta eru skilaboðin sem við sendum. Þetta eru skilaboðin sem þær fá. Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir. Síðustu ár hef ég staðið frammi fyrir spurningum. Óteljandi spurningum sem draga heimsmynd mína í efa. Fólk virðist hafa af því djúpstæðar áhyggjur að móðir vinni fulla vinnu. Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni. Annað sem ég hef heyrt áður. Þó Ísland standi framarlega á sviði kynjajafnréttis heyrist enn hringla í hlekkjunum sem takmarka svigrúm kvenna utan heimilisins. Sú takmörkun er ekki fólgin í skertum möguleikum á menntun og tækifærum. Öllu heldur viðhorfum. Viðhorfum til kvenna og kynjahlutverka. Viðhorfum sem virðast svo brennimerkt í þjóðarsálina að hvorki pendúlar né jónað vatn gætu sært úr þeim rotvarnarefnin. Ef við viljum sjá fleiri konur í fremstu víglínu - eða bara einhverri víglínu - þarf að breyta þessum viðhorfum. Viðhorfum sem sífellt setja konur í tapsætið. Viðhorfum sem skipa þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna. Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja.
Úlfar í trúargæru Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. 19. janúar 2015 11:36
Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun