Friðrik mátaði umdeildan forseta FIDE Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2015 19:37 Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira