Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 12:00 Freyr Alexandersson gagnrýndi spilamennsku Bandaríkjanna. vísir/ksí/stefán „Bandaríkin valda vonbrigðum með markalausu jafntefli gegn Ísland á Algarve-mótinu,“ segir í fyrirsögn á vef Fox Sports um leik Íslands og Bandaríkjanna í gær. Eftir tvö töp á Algarve-mótinu náðu stelpurnar okkar í frábært jafntefli gegn liðinu sem er í öðru sæti heimslistans og líklegt til afreka á HM í Kanada í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi spilamennsku bandaríska liðsins eftir leik sem fór ekki vel í þjálfara Bandaríkjanna og blaðamann Fox Sports. „Þjálfari íslenska landsliðsins ákvað bara, að það væri í lagi að tala frekar illa um bandaríska liðið,“ segir í greininni.„Ef þetta væri mitt lið væri ég mjög óánægður,“ sagði Freyr um Bandaríkin sem spörkuðu boltanum mikið langt fram völlinn. „Við neyddum þær til að sparka langt eftir að hafa horft á fyrstu tvo leiki Bandaríkjanna. Þar sáum við að þegar þau lenda undir pressu vill liðið sparka langt fram.“ „Ég skil þetta ekki því liðið getur spilað boltanum eftir grasinu. Ég myndi nú búast við því að lið sem er 20 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum myndi rústa okkur.“ Blaðamaður Fox Sports tekur í raun undir orð Freys: „Svona var þetta. Bandaríkin reyndu að sparka boltanum yfir og í kringum ákveðið lið Íslands og þurfti að sætta sig við jafntefli. Það átti ekki að gerast,“ segir í greininni. Bandaríska liðið fær mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína og þjálfari þess, Jill Ellis, fær ekki háa einkunn fyrir að skilja þrjá af bestu leikmönnum liðsins eftir á bekknum. Ellis var heldur ekkert hrifin af gagnrýni Freys og svaraði henni þegar orð íslenska þjálfarans voru borin upp á hana. „Kannski er hann bara fúll því liðið hans er á botni riðilsins,“ sagði Ellis og bætti við að hún var á endanum ánægð með jafntefli eftir barsmíðarnar sem bandaríska liðið fékk af hálfu þess íslenska. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
„Bandaríkin valda vonbrigðum með markalausu jafntefli gegn Ísland á Algarve-mótinu,“ segir í fyrirsögn á vef Fox Sports um leik Íslands og Bandaríkjanna í gær. Eftir tvö töp á Algarve-mótinu náðu stelpurnar okkar í frábært jafntefli gegn liðinu sem er í öðru sæti heimslistans og líklegt til afreka á HM í Kanada í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi spilamennsku bandaríska liðsins eftir leik sem fór ekki vel í þjálfara Bandaríkjanna og blaðamann Fox Sports. „Þjálfari íslenska landsliðsins ákvað bara, að það væri í lagi að tala frekar illa um bandaríska liðið,“ segir í greininni.„Ef þetta væri mitt lið væri ég mjög óánægður,“ sagði Freyr um Bandaríkin sem spörkuðu boltanum mikið langt fram völlinn. „Við neyddum þær til að sparka langt eftir að hafa horft á fyrstu tvo leiki Bandaríkjanna. Þar sáum við að þegar þau lenda undir pressu vill liðið sparka langt fram.“ „Ég skil þetta ekki því liðið getur spilað boltanum eftir grasinu. Ég myndi nú búast við því að lið sem er 20 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum myndi rústa okkur.“ Blaðamaður Fox Sports tekur í raun undir orð Freys: „Svona var þetta. Bandaríkin reyndu að sparka boltanum yfir og í kringum ákveðið lið Íslands og þurfti að sætta sig við jafntefli. Það átti ekki að gerast,“ segir í greininni. Bandaríska liðið fær mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína og þjálfari þess, Jill Ellis, fær ekki háa einkunn fyrir að skilja þrjá af bestu leikmönnum liðsins eftir á bekknum. Ellis var heldur ekkert hrifin af gagnrýni Freys og svaraði henni þegar orð íslenska þjálfarans voru borin upp á hana. „Kannski er hann bara fúll því liðið hans er á botni riðilsins,“ sagði Ellis og bætti við að hún var á endanum ánægð með jafntefli eftir barsmíðarnar sem bandaríska liðið fékk af hálfu þess íslenska.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26