Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2015 10:12 Hviður verða allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. vísir/hörður/auðunn „Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. Það fer að hvessa ört um hádegisbil suðvestanlands, samkvæmt spá Veðurstofunnar, og fer að snjóa fljótlega upp úr því. Spáð er miklum hvelli sem gengur nokkuð hratt yfir landið. Suðvestanlands er útlit fyrir allt að 28 metrum á sekúndu í eftirmiðdaginn og er vakin athygli á einkar erfiðum akstursskilyrðum á Reykjanesbraut frá klukkan eitt til fimm síðdegis. „Það má alveg búast við vindhraða yfir 25 metra á sekúndu sem er svona einum gír ofar en venjulegur stormur,“ segir Einar. Hviður verða allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. Einnig vestan til undir Eyjafjöllum. Snjóbylur verður á flestum fjallvegum og fyrst um sinn á láglendi líka, á undan skilum óveðurslægðarinnar. Veðrið gengur yfir um kvöldmatarleitið suðvestanlands og síðar í kvöld annarsstaðar. „Það mun hlýna í skamma stund eftir hádegi, svona fram að kvöldmati. Þá mun aftur kólna með sunnan og suðvestanátt og éljagangi. Þá mun sennilega draga nokkuð úr vindhraða. Versta veðrið verður frá Eyjafjöllum alveg að Snæfellsnesi.“ Einar segir veturinn hafa verið mjög einkennandi fyrir veðurfar á Íslandi. „Ef það er eitthvað sem er einkennandi fyrir veður á Íslandi, þá eru það umhleypingar. Núna hefur þetta verið nokkuð slæmt í langan tíma.“ Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. Það fer að hvessa ört um hádegisbil suðvestanlands, samkvæmt spá Veðurstofunnar, og fer að snjóa fljótlega upp úr því. Spáð er miklum hvelli sem gengur nokkuð hratt yfir landið. Suðvestanlands er útlit fyrir allt að 28 metrum á sekúndu í eftirmiðdaginn og er vakin athygli á einkar erfiðum akstursskilyrðum á Reykjanesbraut frá klukkan eitt til fimm síðdegis. „Það má alveg búast við vindhraða yfir 25 metra á sekúndu sem er svona einum gír ofar en venjulegur stormur,“ segir Einar. Hviður verða allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. Einnig vestan til undir Eyjafjöllum. Snjóbylur verður á flestum fjallvegum og fyrst um sinn á láglendi líka, á undan skilum óveðurslægðarinnar. Veðrið gengur yfir um kvöldmatarleitið suðvestanlands og síðar í kvöld annarsstaðar. „Það mun hlýna í skamma stund eftir hádegi, svona fram að kvöldmati. Þá mun aftur kólna með sunnan og suðvestanátt og éljagangi. Þá mun sennilega draga nokkuð úr vindhraða. Versta veðrið verður frá Eyjafjöllum alveg að Snæfellsnesi.“ Einar segir veturinn hafa verið mjög einkennandi fyrir veðurfar á Íslandi. „Ef það er eitthvað sem er einkennandi fyrir veður á Íslandi, þá eru það umhleypingar. Núna hefur þetta verið nokkuð slæmt í langan tíma.“
Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira