Um 550 samþykktu ekki leiðréttinguna Jón Hákon Halldórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. mars 2015 10:59 Hægt var að samþykkja ráðstöfun leiðréttingarinnar frá 23. desember. vísir/valli Rúmlega 550 samþykktu ekki lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, eða skuldaleiðréttinguna svokölluðu. Samtals áttu þessir aðilar rétt á um 295 milljónum króna. Frestur til að samþykkja niðurfellinguna rann út á miðnætti. Um hana sóttu ríflega 65 þúsund manns og að baki umsóknunum stóðu um 100 þúsund einstaklingar. Það þýðir að 99,4 prósent þeirra sem um lækkunina sóttu samþykktu hana. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að frá því að útreikningar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru birtir hafa starfsmenn ríkisskattstjóra lagt áherslu á að afgreiða allar athugsemdir og fyrirspurnir fólks í kjölfar birtingar. Þessi vinna hefur gengið vel og hafa þúsundir erinda verið afgreidd. Um 3,9% umsækjenda eiga eftir að fá sínar niðurstöður birtar. Þessar umsóknir tengjast m.a. dánarbúum, uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Unnið er að því hjá ríkisskattstjóra að leysa úr þessum umsóknum og er stefnt að því að því verði lokið nú á vormánuðum. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir að ekki verði hægt að sækja um undanþágu til samþykktarinnar. Allir hafi fengið símtöl og tölvupósta til áminningar um frestinn sem gefinn var. Þá segir hann að erfitt sé að svara til um hvers vegna þessir aðilar hafi ákveðið að samþykkja lækkunina ekki en er afar ánægður með árangurinn. „Það voru bæði aðilar sem áttu stórar upphæðir, jafnvel yfir þrjár milljónir, og aðilar með lægri upphæðir og litla hagsmuni, sem gæti verið ástæða þess að þeir samþykktu ekki. Svo eru örugglega einhverjir sem hafa kosið að samþykkja ekki af prinsippástæðum, en þó ómögulegt fyrir okkur að vitað það,“ segir Tryggvi Þór. „Þetta gekk vonum framar og við erum gríðarlega ánægð,“ bætir hann við. Auk leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána gefst fólki kostur á því að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á húsnæðislán en ekki þarf að greiða skatt af upphæðunum. Í gær höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði með þessum hætti en áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Rúmlega 550 samþykktu ekki lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, eða skuldaleiðréttinguna svokölluðu. Samtals áttu þessir aðilar rétt á um 295 milljónum króna. Frestur til að samþykkja niðurfellinguna rann út á miðnætti. Um hana sóttu ríflega 65 þúsund manns og að baki umsóknunum stóðu um 100 þúsund einstaklingar. Það þýðir að 99,4 prósent þeirra sem um lækkunina sóttu samþykktu hana. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að frá því að útreikningar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána voru birtir hafa starfsmenn ríkisskattstjóra lagt áherslu á að afgreiða allar athugsemdir og fyrirspurnir fólks í kjölfar birtingar. Þessi vinna hefur gengið vel og hafa þúsundir erinda verið afgreidd. Um 3,9% umsækjenda eiga eftir að fá sínar niðurstöður birtar. Þessar umsóknir tengjast m.a. dánarbúum, uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Unnið er að því hjá ríkisskattstjóra að leysa úr þessum umsóknum og er stefnt að því að því verði lokið nú á vormánuðum. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir að ekki verði hægt að sækja um undanþágu til samþykktarinnar. Allir hafi fengið símtöl og tölvupósta til áminningar um frestinn sem gefinn var. Þá segir hann að erfitt sé að svara til um hvers vegna þessir aðilar hafi ákveðið að samþykkja lækkunina ekki en er afar ánægður með árangurinn. „Það voru bæði aðilar sem áttu stórar upphæðir, jafnvel yfir þrjár milljónir, og aðilar með lægri upphæðir og litla hagsmuni, sem gæti verið ástæða þess að þeir samþykktu ekki. Svo eru örugglega einhverjir sem hafa kosið að samþykkja ekki af prinsippástæðum, en þó ómögulegt fyrir okkur að vitað það,“ segir Tryggvi Þór. „Þetta gekk vonum framar og við erum gríðarlega ánægð,“ bætir hann við. Auk leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána gefst fólki kostur á því að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á húsnæðislán en ekki þarf að greiða skatt af upphæðunum. Í gær höfðu 33.300 einstaklingar sótt um að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði með þessum hætti en áfram verður tekið á móti umsóknum um þetta úrræði á vef leiðréttingarinnar
Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira