Körfubolti

Háskólaboltinn er ljótari en allt

Cuban öskrar sína menn í Dallas áfram.
Cuban öskrar sína menn í Dallas áfram. vísir/getty
Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er ekki hrifinn af háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum.

Tímabilinu þar lauk í upphafi vikunnar þar sem Duke vann Wisconsin í úrslitaleiknum.

Cuban segir að háskólaboltinn sé ljótari en allt og segir að hægur leikur háskólaliðanna sé að skemma fyrir NBA-deildinni. Leikmenn séu ekki nógu vel undirbúnir er þeir koma í NBA-deildina.

Það er 35 sekúndna skotklukka í háskólaboltanum en 24 sekúndur í NBA.

„Ef skólarnir vilja halda leikmönnum í skólanum og koma í veg fyrir að þeir verði atvinnumenn þá eru þeir að gera rétt með því að hanga á 35 sekúndna skotklukkunni," sagði Cuban.

„Þessir krakkar kunna ekki að spila fullan körfuboltaleik. Þegar 10 sekúndur eru eftir af klukkunni eru þrír að gefa boltann á milli fyrir utan en tveir horfa á. Þetta er ljótara en allt og kemur ekki á óvart að stigaskorið sé á niðurleið þarna."

Cuban segir einnig að dómararnir í háskólaboltanum séu hörmulegir og gætu ekki einu sinni haldið utan um rekstur á hamborgarastað.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×