Viðskipti innlent

300 milljóna gjaldþrot kúlulánafélags Glitnismanns

ingvar haraldsson skrifar
Ari Daníelsson,fyrrum framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg.
Ari Daníelsson,fyrrum framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg.
Ekkert fékkst upp í ríflega 300 milljóna kröfur við gjaldþrot félagsins AB 133 ehf samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var í eigu Ara Daníelssonar, fyrrum framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg. DV greindi fyrst frá málinu.

Þar kemur fram að Glitnir hafi veitt félaginu 170 milljóna kúlulán í maí árið 2008 til þess að kaupa hlutabréf í bankanum. Glitnir lánaði Ara og AB 133 ehf. alls 232 milljónir árið 2008 samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið skilaði, árið 2013, var félagið eignalaust en skuldaði 313 milljónir vegna ógreiddra afborgana og vaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×