Gjafir okkar til þeirra Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:30 Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun