Bóndi í Flóahreppi dæmdur fyrir að klippa á girðingu Birgir Olgeirsson skrifar 7. apríl 2015 16:30 Bóndinn var sakaður um að hafa rekið hross inn á landið en ekki þótti lögfull sönnun fyrir því og hann sýknaður af ákærunni. Vísir/Stefán. Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bónda á sjötugsaldri fyrir að klippa á girðingu nágranna síns í maí árið 2013. Málavextir eru þeir að þann 30. maí árið 2013 óskaði landeigandi í Yrpuholti í Flóahreppi eftir aðstoð lögreglu þar sem búið væri að klippa á girðingu milli jarðanna Yrpuholts og Kolsholts og hleypa Hrossastóði inn á land Yrpuholts. Kvað landeigandinn 3000 plöntur hafa verið gróðursettar í landinu þá um vorið og gætu hrossin skemmt þær. Fór lögreglumaður á vettvang og segir í lögregluskýrslu að þar hafi verið 59 laus hross og sá hann skemmdir á tveimur öspum eftir hross og mátt einnig sjá að landið væri traðkað eftir hross. Búið var að klippa niður eina girðingu og hafði traktor verið ekið í gegnum gatið og önnur girðing rofin með honum. Þá hafði verið opin girðing í landi Kolsholts inn á land Yrpuholts og voru hófför eftir hross þar á milli. Játaði fyrst en neitaði svo Í lögregluskýrslu kom fram að hringt hefði verið í bóndann og hann hefði greint frá deilum sínum við Flóahrepp og kvaðst hann hafa klippt á girðinguna. Hann sagðist hafa þurft að fara inn á landið til að sækja fjaðraherfi, sem er notaður til að róta upp jarðvegi og mylja hann, og einnig hafi hann hleypt hrossunum sínum inn á túnið þar sem hann sagðist eiga það og ætlaði að beita það þar til Flóahreppur hefði gert upp skuld við hann. Bóndinn var siðan yfirheyrður þann 14. janúar 2014 og kvaðst þá aðeins hafa náð í herfi í sinni eigu og ekið á traktor um opnar girðingar, annað hefði hann ekki gert, girðingar þarna hefðu legið niðri. Hann kvað ekki rétt eftir sér haft að hann hefði klippt á girðinguna. Hann kvaðst ekki kannast við þau hross sem verið hefðu í landi Yrpuholts umrætt sinn. Talið sannað að hann hefði klippt á girðinguna Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands varð sú að talið var nægilega sannað að klippt hafi verið á umræddar girðingar og með hliðsjón af framburði vitna, sem bæði báru að bóndinn hefði játað að hafa verið þar að verki, auk framburðar þriðja vitnis sem lýsti hótunum að þessu leytinu, þótti ekki varhugavert að telja sannað að bóndinn hefði klippt á umræddar girðingu eins og honum er gefið að sök. Honum var einnig gefið að sök að hafa rekið búfénað inn á landið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á skógrækt á jörðinni, en að mati dómsins var ekki færð fram lögfull sönnun fyrir þeim verknaði og var bóndinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Ákvörðun um refsingu bóndans var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorði. Nágrannadeilur Flóahreppur Dómsmál Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bónda á sjötugsaldri fyrir að klippa á girðingu nágranna síns í maí árið 2013. Málavextir eru þeir að þann 30. maí árið 2013 óskaði landeigandi í Yrpuholti í Flóahreppi eftir aðstoð lögreglu þar sem búið væri að klippa á girðingu milli jarðanna Yrpuholts og Kolsholts og hleypa Hrossastóði inn á land Yrpuholts. Kvað landeigandinn 3000 plöntur hafa verið gróðursettar í landinu þá um vorið og gætu hrossin skemmt þær. Fór lögreglumaður á vettvang og segir í lögregluskýrslu að þar hafi verið 59 laus hross og sá hann skemmdir á tveimur öspum eftir hross og mátt einnig sjá að landið væri traðkað eftir hross. Búið var að klippa niður eina girðingu og hafði traktor verið ekið í gegnum gatið og önnur girðing rofin með honum. Þá hafði verið opin girðing í landi Kolsholts inn á land Yrpuholts og voru hófför eftir hross þar á milli. Játaði fyrst en neitaði svo Í lögregluskýrslu kom fram að hringt hefði verið í bóndann og hann hefði greint frá deilum sínum við Flóahrepp og kvaðst hann hafa klippt á girðinguna. Hann sagðist hafa þurft að fara inn á landið til að sækja fjaðraherfi, sem er notaður til að róta upp jarðvegi og mylja hann, og einnig hafi hann hleypt hrossunum sínum inn á túnið þar sem hann sagðist eiga það og ætlaði að beita það þar til Flóahreppur hefði gert upp skuld við hann. Bóndinn var siðan yfirheyrður þann 14. janúar 2014 og kvaðst þá aðeins hafa náð í herfi í sinni eigu og ekið á traktor um opnar girðingar, annað hefði hann ekki gert, girðingar þarna hefðu legið niðri. Hann kvað ekki rétt eftir sér haft að hann hefði klippt á girðinguna. Hann kvaðst ekki kannast við þau hross sem verið hefðu í landi Yrpuholts umrætt sinn. Talið sannað að hann hefði klippt á girðinguna Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands varð sú að talið var nægilega sannað að klippt hafi verið á umræddar girðingar og með hliðsjón af framburði vitna, sem bæði báru að bóndinn hefði játað að hafa verið þar að verki, auk framburðar þriðja vitnis sem lýsti hótunum að þessu leytinu, þótti ekki varhugavert að telja sannað að bóndinn hefði klippt á umræddar girðingu eins og honum er gefið að sök. Honum var einnig gefið að sök að hafa rekið búfénað inn á landið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á skógrækt á jörðinni, en að mati dómsins var ekki færð fram lögfull sönnun fyrir þeim verknaði og var bóndinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Ákvörðun um refsingu bóndans var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorði.
Nágrannadeilur Flóahreppur Dómsmál Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06