Ný Valhöll byggð fyrir brunabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2015 20:24 Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi til að minnast eitthundrað ára afmælis fullveldis Íslands eftir þrjú ár. Áformin um að nýta hundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrir skrifstofubyggingu Alþingis hafa vakið mesta athygli. Tillagan um hvernig þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verður minnst snýr hins vegar að fleiri þáttum. „Þarna er líka fjallað um hátíðahöldin sjálf, annarsvegar á Þingvöllum og hins vegar 1. desember í Reykjavík. Og raunar líka bókaútgáfu, að skrifa sögu atburðarásarinnar og fullveldisins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um það sem gert verður en það sem er efst á blaði er að ljúka byggingu yfir stofnun Árna Magnússonar, sem geymir sjálf handritin, dýrustu djásn íslenskrar sögu, eins og segir í tillögunni. „Ég held að það sé ágætis samstaða um það, að tengja það þessum viðburði,“ segir forsætisráðherra um það að byggja hús yfir Árnastofnun, hús íslenskra fræða. Þá vekur athygli að lagt er til að ný Valhöll verði reist á Þingvöllum en sú gamla brann í eldsvoða fyrir sex árum. „Nú er búið að klára það mál að því leyti að það er búið að greiða ríkinu brunabætur og eðlilegast að þær nýtist þá í einhverskonar sambærilegt hús, sem verði opið almenningi. Þar verði þjónusta fyrir ferðamenn og kannski veitingasala og aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og slíkt. Með því er ekki verið að falla frá öðrum áformum sem hafa verið til skoðunar á Þingvöllum. Það mun þurfa að ráðast í mjög mikla uppbyggingu, til dæmis á Hakinu, óháð þessu. En það er mikilvægt að dreifa álaginu sem víðast um Þingvelli,“ segir forsætisráðherra. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00 Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30 Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi til að minnast eitthundrað ára afmælis fullveldis Íslands eftir þrjú ár. Áformin um að nýta hundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrir skrifstofubyggingu Alþingis hafa vakið mesta athygli. Tillagan um hvernig þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verður minnst snýr hins vegar að fleiri þáttum. „Þarna er líka fjallað um hátíðahöldin sjálf, annarsvegar á Þingvöllum og hins vegar 1. desember í Reykjavík. Og raunar líka bókaútgáfu, að skrifa sögu atburðarásarinnar og fullveldisins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um það sem gert verður en það sem er efst á blaði er að ljúka byggingu yfir stofnun Árna Magnússonar, sem geymir sjálf handritin, dýrustu djásn íslenskrar sögu, eins og segir í tillögunni. „Ég held að það sé ágætis samstaða um það, að tengja það þessum viðburði,“ segir forsætisráðherra um það að byggja hús yfir Árnastofnun, hús íslenskra fræða. Þá vekur athygli að lagt er til að ný Valhöll verði reist á Þingvöllum en sú gamla brann í eldsvoða fyrir sex árum. „Nú er búið að klára það mál að því leyti að það er búið að greiða ríkinu brunabætur og eðlilegast að þær nýtist þá í einhverskonar sambærilegt hús, sem verði opið almenningi. Þar verði þjónusta fyrir ferðamenn og kannski veitingasala og aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og slíkt. Með því er ekki verið að falla frá öðrum áformum sem hafa verið til skoðunar á Þingvöllum. Það mun þurfa að ráðast í mjög mikla uppbyggingu, til dæmis á Hakinu, óháð þessu. En það er mikilvægt að dreifa álaginu sem víðast um Þingvelli,“ segir forsætisráðherra.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00 Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30 Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00
Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30
Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00