Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2015 09:30 Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður Leiknis í Pepsi-deild karla í fótbolta, kveðst spenntur fyrir fyrsta tímabili félagsins í efstu deild. Leiknismenn unnu 1. deildina í fyrra mjög sannfærandi og mæta nú í fyrsta sinn í deild þeirra bestu. „Veturinn er búinn að vera mjög góður. Við höfum lagt hart að okkur eins og síðastliðin ár og spennan hefur verið mikil innan hópsins. En þó hæfileg. Þetta verður bara gríðarlegt fjör og við erum ánægðir með hvernig undirbúningurinn hefur verið,“ segir Óttar Bjarni í viðtali við Vísi. Leiknir var hársbreidd frá því að komast í efstu deild árið 2010 en eftir að það tókst ekki komu nokkur mögur ár í efra Breiðholtinu. „Við vorum grátlega nálægt þessu 2010 en klúðruðum þessu á síðustu metrunum. Eftir það kom ákveðið bakslag hjá liðinu og klúbbnum yfir höfuð. Við misstum náttúrlega Sigurstein Gíslason og það tók tíma að vinna úr því áfalli,“ segir Óttar Bjarni. „Tímabilið 2012 var keimlíkt því árið 2011. Þetta var ekki nógu gott hjá okkur og við þurftum að bjarga okkur í bæði skiptin í síðasta leik. En eftir það voru vatnaskil í okkar sögu með að fá Frey og Davíð inn sem þjálfara. Þá var bara byrjað upp á nýtt. Það var tveggja ára markmið að koma liðinu upp og það tókst.“Höfum vaðið eld og brennistein saman Samheldnin í Leiknisliðinu er gríðarleg enda hefur kjarni liðsins spilað lengi saman. Leiknir ákvað fyrir nokkrum árum að fara upp í Pepsi-deildina á sínum eigin strákum og stóð við það þó leiðin væri erfið. „Við erum búnir að alast upp saman frá því við vorum fimm ára gamlir. Við þekkjum hvorn annan út og inn og það er eitthvað sem er ekkert sjálfgefið að svona kjarni haldist lengi saman án þess að fá ógeð á hvorum öðrum,“ segir Óttar Bjarni. „Ég veit ekki hvað við höfum farið á margar æfingar saman, sagt ljóta hluti við hvorn annan og svo elskað hvorn annan. Við höfum vaðið eld og brennistein undanfarin ár og það er ómetanlegt.“Leiknir á stóran þátt í mér Miðvörðurinn segir Leiknismenn verða halda í sín gildi til að ná árangri í úrvalsdeildinni. „Við þurfum að halda áfram að trúa á okkar aðferðafræði. Við erum samheldin liðsheild og höldum áfram sama hvað gerist. Við erum líka með mjög öfluga leikmenn innan liðsins sem geta skorað mörk og við teljum okkur vera með mjög þétta vörn. Við þurfum bara að halda áfram að spila okkar fótbolta. Það hefur skilað okkur hingað,“ segir Óttar Bjarni. „Persónlega vil ég standa með mínu liði og ná því markmiði að halda sér í deildinni. Það er minn draumur. Ég er mjög stoltur að hafa fengið að upplifa allt sem ég hef upplifað hjá Leikni og það hefur verið ýmislegt.“ „Fjölskyldan mín hefur verið í kringum félagið síðan 1995 þegar ég flutti í Breiðholtið. Leiknir á stóran þátt í mér sjálfum og að fá að taka þátt í að skrifa sögu félagsins er ómetanlegt,“ segir hann.Slysaðist í vörnina Óttar Bjarni er stór og sterkur strákur í dag sem ekki hver sem er ýtir til hliðar. Það er þó ekki langt síðan hann var pattaralegur miðjumaður í yngri flokkum Leiknis. „Ég var svolítil kjötbolla,“ segir hann og hlær. „Ég var lengi að taka út þennan þroska- og vaxtarkipp. Hann kom ekki fyrr en á miðárinu í öðrum flokki. Svo slysaðist ég niður í vörnina og hef verið þar. Ég var með bollukinnar á sínum tíma en búinn að hlaupa þær af mér núna.“Hugsa hlýtt til Steina Sigursteinn Gíslason heitinn, nífaldur Íslandsmeistari með ÍA og KR, var ekki langt frá því að koma Leikni upp árið 2010. Hann gaf Óttari sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki. „Ég og Steini Gísla náðum einkar vel saman. Hann var minn fyrsti þjálfari í meistaraflokki. Hann sá um sína og hugsaði gríðarlega vel um okkur alla. Honum þótti vænt um okkur alla. Steini gaf mér séns og gaf mér trú,“ segir Óttar þegar hann rifjar upp tímana með Steina. „Það á líka við um alla hans fjölskyldu. Ég tala reglulega við eiginkonu hans og ég þekki börnin hans mjög vel. Þetta voru yndislegir tíma en því miður lauk þeim frekar snöggt. Hann skilur svolítið eftir sig í manni og maður hugsar oft hlýtt til hans. Með þakklæti,“ segir Óttar, en mun hann ekki hugsa til Steina þegar hann spilar á Skaganum og í Vesturbænum í sumar? „Alveg klárlega. Hann mun fylgjast með okkur. Ég get lofað þér því,“ segir Óttar Bjarni Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér efst.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnason Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður Leiknis í Pepsi-deild karla í fótbolta, kveðst spenntur fyrir fyrsta tímabili félagsins í efstu deild. Leiknismenn unnu 1. deildina í fyrra mjög sannfærandi og mæta nú í fyrsta sinn í deild þeirra bestu. „Veturinn er búinn að vera mjög góður. Við höfum lagt hart að okkur eins og síðastliðin ár og spennan hefur verið mikil innan hópsins. En þó hæfileg. Þetta verður bara gríðarlegt fjör og við erum ánægðir með hvernig undirbúningurinn hefur verið,“ segir Óttar Bjarni í viðtali við Vísi. Leiknir var hársbreidd frá því að komast í efstu deild árið 2010 en eftir að það tókst ekki komu nokkur mögur ár í efra Breiðholtinu. „Við vorum grátlega nálægt þessu 2010 en klúðruðum þessu á síðustu metrunum. Eftir það kom ákveðið bakslag hjá liðinu og klúbbnum yfir höfuð. Við misstum náttúrlega Sigurstein Gíslason og það tók tíma að vinna úr því áfalli,“ segir Óttar Bjarni. „Tímabilið 2012 var keimlíkt því árið 2011. Þetta var ekki nógu gott hjá okkur og við þurftum að bjarga okkur í bæði skiptin í síðasta leik. En eftir það voru vatnaskil í okkar sögu með að fá Frey og Davíð inn sem þjálfara. Þá var bara byrjað upp á nýtt. Það var tveggja ára markmið að koma liðinu upp og það tókst.“Höfum vaðið eld og brennistein saman Samheldnin í Leiknisliðinu er gríðarleg enda hefur kjarni liðsins spilað lengi saman. Leiknir ákvað fyrir nokkrum árum að fara upp í Pepsi-deildina á sínum eigin strákum og stóð við það þó leiðin væri erfið. „Við erum búnir að alast upp saman frá því við vorum fimm ára gamlir. Við þekkjum hvorn annan út og inn og það er eitthvað sem er ekkert sjálfgefið að svona kjarni haldist lengi saman án þess að fá ógeð á hvorum öðrum,“ segir Óttar Bjarni. „Ég veit ekki hvað við höfum farið á margar æfingar saman, sagt ljóta hluti við hvorn annan og svo elskað hvorn annan. Við höfum vaðið eld og brennistein undanfarin ár og það er ómetanlegt.“Leiknir á stóran þátt í mér Miðvörðurinn segir Leiknismenn verða halda í sín gildi til að ná árangri í úrvalsdeildinni. „Við þurfum að halda áfram að trúa á okkar aðferðafræði. Við erum samheldin liðsheild og höldum áfram sama hvað gerist. Við erum líka með mjög öfluga leikmenn innan liðsins sem geta skorað mörk og við teljum okkur vera með mjög þétta vörn. Við þurfum bara að halda áfram að spila okkar fótbolta. Það hefur skilað okkur hingað,“ segir Óttar Bjarni. „Persónlega vil ég standa með mínu liði og ná því markmiði að halda sér í deildinni. Það er minn draumur. Ég er mjög stoltur að hafa fengið að upplifa allt sem ég hef upplifað hjá Leikni og það hefur verið ýmislegt.“ „Fjölskyldan mín hefur verið í kringum félagið síðan 1995 þegar ég flutti í Breiðholtið. Leiknir á stóran þátt í mér sjálfum og að fá að taka þátt í að skrifa sögu félagsins er ómetanlegt,“ segir hann.Slysaðist í vörnina Óttar Bjarni er stór og sterkur strákur í dag sem ekki hver sem er ýtir til hliðar. Það er þó ekki langt síðan hann var pattaralegur miðjumaður í yngri flokkum Leiknis. „Ég var svolítil kjötbolla,“ segir hann og hlær. „Ég var lengi að taka út þennan þroska- og vaxtarkipp. Hann kom ekki fyrr en á miðárinu í öðrum flokki. Svo slysaðist ég niður í vörnina og hef verið þar. Ég var með bollukinnar á sínum tíma en búinn að hlaupa þær af mér núna.“Hugsa hlýtt til Steina Sigursteinn Gíslason heitinn, nífaldur Íslandsmeistari með ÍA og KR, var ekki langt frá því að koma Leikni upp árið 2010. Hann gaf Óttari sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki. „Ég og Steini Gísla náðum einkar vel saman. Hann var minn fyrsti þjálfari í meistaraflokki. Hann sá um sína og hugsaði gríðarlega vel um okkur alla. Honum þótti vænt um okkur alla. Steini gaf mér séns og gaf mér trú,“ segir Óttar þegar hann rifjar upp tímana með Steina. „Það á líka við um alla hans fjölskyldu. Ég tala reglulega við eiginkonu hans og ég þekki börnin hans mjög vel. Þetta voru yndislegir tíma en því miður lauk þeim frekar snöggt. Hann skilur svolítið eftir sig í manni og maður hugsar oft hlýtt til hans. Með þakklæti,“ segir Óttar, en mun hann ekki hugsa til Steina þegar hann spilar á Skaganum og í Vesturbænum í sumar? „Alveg klárlega. Hann mun fylgjast með okkur. Ég get lofað þér því,“ segir Óttar Bjarni Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér efst.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnason
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00