Ólafur Stefánsson verður aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2015 15:03 Ólafur Stefánsson. Vísir/AFP Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið tuttugu manna landsliðshóp fyrir leikina á móti Serbíu nú í lok mánaðarins sem eru í riðlakeppninni fyrir EM 2016. Liðið kemur saman til æfinga 27. apríl en leikir við Serba verða 29. apríl í Laugardalshöllinni og 3. maí í Serbíu. Aron velur tvo unga nýliða í hópinn eða þá Egil Magnússon úr Stjörnunni og Pétur Júníusson úr Aftureldingu. Ólafur Indriði Stefánsson, einn leikreyndasti og dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, verður í þjálfarateymi Arons Kristjánsson, landsliðsþjálfara, í komandi verkefnum og tekur þar sæti Erlings Richardssonar. Erlingur tekur sem kunnugt er við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Füsche Berlin í sumar og hefur ekki verið með landsliðinu síðan á æfingamóti fyrir HM og vill HSÍ nota tækifærið og þakka Erlingi fyrir þann tíma sem hann var með karlalandsliðinu og óska honum jafnframt góðs gengis í nýju verkefni. Ólafur mun einnig spila stórt hlutverk í Afrekshópum HSÍ, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Þessum afrekshópum er ætlað að efla, bæta og þróa unga leikmenn, bæði í karla- og kvennaflokki, og stytta leið þeirra að A-landsliðum. Reynsla Ólafs og þekking eru dýrmæt í þessu samhengi og endurkoma hans að A-landsliðinu gerir það að verkum að hann getur miðlað þeim áhersluatriðum sem unnið er með hjá landsliðinu beint til afrekshópanna.Íslenski landsliðshópurinn:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball ClubAðrir leikmenn: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Arnór Atlason, St. Raphael Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarson, THW Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Gunnarsson, Aue Egill Magnússon, Stjarnan Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson, Valur Ólafur Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf Pétur Júníusson, Afturelding Róbert Gunnarsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið tuttugu manna landsliðshóp fyrir leikina á móti Serbíu nú í lok mánaðarins sem eru í riðlakeppninni fyrir EM 2016. Liðið kemur saman til æfinga 27. apríl en leikir við Serba verða 29. apríl í Laugardalshöllinni og 3. maí í Serbíu. Aron velur tvo unga nýliða í hópinn eða þá Egil Magnússon úr Stjörnunni og Pétur Júníusson úr Aftureldingu. Ólafur Indriði Stefánsson, einn leikreyndasti og dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, verður í þjálfarateymi Arons Kristjánsson, landsliðsþjálfara, í komandi verkefnum og tekur þar sæti Erlings Richardssonar. Erlingur tekur sem kunnugt er við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Füsche Berlin í sumar og hefur ekki verið með landsliðinu síðan á æfingamóti fyrir HM og vill HSÍ nota tækifærið og þakka Erlingi fyrir þann tíma sem hann var með karlalandsliðinu og óska honum jafnframt góðs gengis í nýju verkefni. Ólafur mun einnig spila stórt hlutverk í Afrekshópum HSÍ, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Þessum afrekshópum er ætlað að efla, bæta og þróa unga leikmenn, bæði í karla- og kvennaflokki, og stytta leið þeirra að A-landsliðum. Reynsla Ólafs og þekking eru dýrmæt í þessu samhengi og endurkoma hans að A-landsliðinu gerir það að verkum að hann getur miðlað þeim áhersluatriðum sem unnið er með hjá landsliðinu beint til afrekshópanna.Íslenski landsliðshópurinn:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball ClubAðrir leikmenn: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Arnór Atlason, St. Raphael Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarson, THW Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Gunnarsson, Aue Egill Magnússon, Stjarnan Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson, Valur Ólafur Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf Pétur Júníusson, Afturelding Róbert Gunnarsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni