Skammarhöll NFL-deildarinnar 16. apríl 2015 23:15 Aaron Hernandez. vísir/getty Fyrrum NFL-stjarnan Aaron Hernandez fékk í gær lífstíðardóm fyrir morð en hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur lent í fangelsi eða lent í umdeildum málum. AFP-fréttastofan tók saman nokkra umdeilda karaktera sem hún hefur kosið að henda í skammarhöll deildarinnar.AARON HERNANDEZ Hafði lagt heiminn að fótum sér árið 2013. Fór á kostum með New England Patriots og skrifaði undir fimm ára samning sem átti að færa honum 40 milljónir dollara. Hann náði þó aldrei að losna við slæma siði og koma sér úr vondum félagsskap. Hernandez hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð og á enn eftir að mæta í réttarsal vegna ákæru um að hafa myrt tvo menn í Boston árið 2012.Ray Lewis.vísir/gettyRAY LEWIS Tvöfaldur Super Bowl-meistari með Baltimore Ravens og starfsmaður hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni í dag. Mikil goðsögn í deildinni en umdeilt mál á eftir að elta hann allt til æviloka. Lewis og tveir vinir hans voru ákærðir fyrir morð árið 2000 í Atlanta eftir að hafa lent í átökum. Tveir menn voru þá stungnir til bana. Ákærurnar voru síðar felldar niður eftir að Lewis hafði náð samkomulagi sem gekk út á að hann viðurkenndi að hafa staðið í vegi fyrir réttlætinu. Fyrir það fékk hann lítið annað en skammir í hattinn. Þetta mál hefur skemmt ímynd Lewis hjá mörgum en jakkafötin sem hann var í umrætt kvöld fundust aldrei og blóð úr öðru fórnarlambinu fannst í limmunni hans.Rae Carruth.vísir/gettyRAE CARRUTH Þessi fyrrum leikmaður Carolina Panthers var á hraðri leið með að verða stórstjarna er hann var gripinn glóðvolgur. Þá skipulagði hann morð á konu sem hann hafði verið að hitta. Hún var ólétt og Carruth var greinilega ekki til í að axla neina ábyrgð. Konan var skotin fjórum sinnum og lést síðar á spítala. Barnið lifði af en hlaut varanlegan heilaskaða.Michael Vick.vísir/gettyMICHAEL VICK Vick var orðin ein stærsta stjarna deildarinnar er hann varð uppvís að dýraníði. Á fasteign hans upp í sveit voru ræktaðir hundar í þeim eina tilgangi að slást. Eftir bardagana var hundunum svo lógað á viðbjóðslegan hátt. Sumum var drekkt og aðrir máttu þola að vera teknir af lífi með rafmagni. Vick fór í steininn, varð gjaldþrota en snéri síðar aftur árið 2009 og hefur reynt að byggja upp ímynd sína á ný.Darren Sharper.vísir/gettyDARREN SHARPER Sharper átti frábæran 14 ára feril í deildinni þar sem hann spilaði með New Orleans, Green Bay og Minnesota. Hann var í liði New Orleans sem vann Super Bowl árið 2010 og lagði síðan skóna á hilluna. Hann var handtekinn á síðasta ári og þá kom í ljós að hann er raðnauðgari. Konur í fjórum fylkjum eru búnar að kæra hann fyrir nauðgun. Sharper á yfir höfði sér um 20 ára fangelsi.OJ Simpson.vísir/gettyOJ SIMPSON OJ er einn besti hlaupari í sögu NFL-deildarinnar en tókst þó aldrei að vinna Super Bowl. Hann fór í kvikmyndaleik eftir að ferlinum lauk og var til að mynda í Naked Gun-myndunum. Árið 1994 var hann sakaður um að hafa myrt fyrrum sambýliskonu sína og kærasta hennar. Hann var sýknaður í málinu en tapaði síðar einkamáli en ekki var hægt að fangelsa hann þar sem hann hafði áður verið sýknaður. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að fóta sig í lífinu og rændi til að mynda manneskju og framdi önnur brot. Fyrir það situr hann í fangelsi í Nevada í dag. NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Sjá meira
Fyrrum NFL-stjarnan Aaron Hernandez fékk í gær lífstíðardóm fyrir morð en hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur lent í fangelsi eða lent í umdeildum málum. AFP-fréttastofan tók saman nokkra umdeilda karaktera sem hún hefur kosið að henda í skammarhöll deildarinnar.AARON HERNANDEZ Hafði lagt heiminn að fótum sér árið 2013. Fór á kostum með New England Patriots og skrifaði undir fimm ára samning sem átti að færa honum 40 milljónir dollara. Hann náði þó aldrei að losna við slæma siði og koma sér úr vondum félagsskap. Hernandez hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð og á enn eftir að mæta í réttarsal vegna ákæru um að hafa myrt tvo menn í Boston árið 2012.Ray Lewis.vísir/gettyRAY LEWIS Tvöfaldur Super Bowl-meistari með Baltimore Ravens og starfsmaður hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni í dag. Mikil goðsögn í deildinni en umdeilt mál á eftir að elta hann allt til æviloka. Lewis og tveir vinir hans voru ákærðir fyrir morð árið 2000 í Atlanta eftir að hafa lent í átökum. Tveir menn voru þá stungnir til bana. Ákærurnar voru síðar felldar niður eftir að Lewis hafði náð samkomulagi sem gekk út á að hann viðurkenndi að hafa staðið í vegi fyrir réttlætinu. Fyrir það fékk hann lítið annað en skammir í hattinn. Þetta mál hefur skemmt ímynd Lewis hjá mörgum en jakkafötin sem hann var í umrætt kvöld fundust aldrei og blóð úr öðru fórnarlambinu fannst í limmunni hans.Rae Carruth.vísir/gettyRAE CARRUTH Þessi fyrrum leikmaður Carolina Panthers var á hraðri leið með að verða stórstjarna er hann var gripinn glóðvolgur. Þá skipulagði hann morð á konu sem hann hafði verið að hitta. Hún var ólétt og Carruth var greinilega ekki til í að axla neina ábyrgð. Konan var skotin fjórum sinnum og lést síðar á spítala. Barnið lifði af en hlaut varanlegan heilaskaða.Michael Vick.vísir/gettyMICHAEL VICK Vick var orðin ein stærsta stjarna deildarinnar er hann varð uppvís að dýraníði. Á fasteign hans upp í sveit voru ræktaðir hundar í þeim eina tilgangi að slást. Eftir bardagana var hundunum svo lógað á viðbjóðslegan hátt. Sumum var drekkt og aðrir máttu þola að vera teknir af lífi með rafmagni. Vick fór í steininn, varð gjaldþrota en snéri síðar aftur árið 2009 og hefur reynt að byggja upp ímynd sína á ný.Darren Sharper.vísir/gettyDARREN SHARPER Sharper átti frábæran 14 ára feril í deildinni þar sem hann spilaði með New Orleans, Green Bay og Minnesota. Hann var í liði New Orleans sem vann Super Bowl árið 2010 og lagði síðan skóna á hilluna. Hann var handtekinn á síðasta ári og þá kom í ljós að hann er raðnauðgari. Konur í fjórum fylkjum eru búnar að kæra hann fyrir nauðgun. Sharper á yfir höfði sér um 20 ára fangelsi.OJ Simpson.vísir/gettyOJ SIMPSON OJ er einn besti hlaupari í sögu NFL-deildarinnar en tókst þó aldrei að vinna Super Bowl. Hann fór í kvikmyndaleik eftir að ferlinum lauk og var til að mynda í Naked Gun-myndunum. Árið 1994 var hann sakaður um að hafa myrt fyrrum sambýliskonu sína og kærasta hennar. Hann var sýknaður í málinu en tapaði síðar einkamáli en ekki var hægt að fangelsa hann þar sem hann hafði áður verið sýknaður. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að fóta sig í lífinu og rændi til að mynda manneskju og framdi önnur brot. Fyrir það situr hann í fangelsi í Nevada í dag.
NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Sjá meira