Stjórnarþingmenn kvörtuðu yfir stjórnarandstöðunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 14:42 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona sagði stjórnarandstöðuna röfla undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira