Jordan Spieth uppfyllti æskudrauminn og sigraði á Masters Kári Örn Hinriksson skrifar 12. apríl 2015 23:08 Spieth fagnar sigrinum á Augusta Getty Nafnið sem var á allra vörum fyrir lokahringinn á Masters sem leikinn var í kvöld var nafn Jordan Spieth en hann hafði unnið hug og hjörtu golfáhugamanna víða um veröld með stórkostlegri frammistöðu á fyrstu þremur hringjunum í þessu fyrsta risamóti ársins. Spurningunni um hvort að pressan myndi ná til hans á lokahringnum var svarað strax á fyrstu þremur holunum sem hann lék á tveimur undir pari og náði með því að halda forskoti sínu á Justin Rose og Phil Mickelson í fjórum höggum. Spieth var því kominn á 18 högg undir pari og hann hélt þeirri tölu allt til enda, sem dugði þessum 21 árs kylfingi til þess að uppfylla æskudraum sinn og sigra á sjálfu Masters mótinu. Hann er jafnframt næst yngsti kylfingur sögunnar til þess að sigra á Masters á eftir Tiger Woods. Woods gerði ágætt mót á Augusta National í ár í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina en hann endaði í 17. sæti á fimm höggum undir pari og sýndi oft á tíðum að stutta spilið hans hefur tekið miklum framförum á meðan að hann hefur verið í fríi frá keppnisgolfi. Justin Rose og Phil Mickelson deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy kom á eftir þeim í fjórða sæti á 12 höggum undir pari eftir frábæran lokahring.Slær ekki langt en er eins og galdramaður í kring um flatirnar Lykillinn að sigri Spieth var klárlega frammistaða hans á flötunum en enginn kylfingur púttaði jafn sjaldan og hann í mótinu. Þá er Spieth ekki einn af þeim högglengri á PGA-mótaröðinni en hann bætti upp fyrir það með hárnákvæmum innáhöggum trekk í trekk. Spieth hefur sigrað á tveimur af síðustu fjórum atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í og endað í öðru sæti í hinum tveimur. Hann virðist því vera ótrúlegu formi þessa dagana, sem minnir óneytanlega á yfirburði Tiger Woods þegar að hann var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug. Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Nafnið sem var á allra vörum fyrir lokahringinn á Masters sem leikinn var í kvöld var nafn Jordan Spieth en hann hafði unnið hug og hjörtu golfáhugamanna víða um veröld með stórkostlegri frammistöðu á fyrstu þremur hringjunum í þessu fyrsta risamóti ársins. Spurningunni um hvort að pressan myndi ná til hans á lokahringnum var svarað strax á fyrstu þremur holunum sem hann lék á tveimur undir pari og náði með því að halda forskoti sínu á Justin Rose og Phil Mickelson í fjórum höggum. Spieth var því kominn á 18 högg undir pari og hann hélt þeirri tölu allt til enda, sem dugði þessum 21 árs kylfingi til þess að uppfylla æskudraum sinn og sigra á sjálfu Masters mótinu. Hann er jafnframt næst yngsti kylfingur sögunnar til þess að sigra á Masters á eftir Tiger Woods. Woods gerði ágætt mót á Augusta National í ár í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina en hann endaði í 17. sæti á fimm höggum undir pari og sýndi oft á tíðum að stutta spilið hans hefur tekið miklum framförum á meðan að hann hefur verið í fríi frá keppnisgolfi. Justin Rose og Phil Mickelson deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy kom á eftir þeim í fjórða sæti á 12 höggum undir pari eftir frábæran lokahring.Slær ekki langt en er eins og galdramaður í kring um flatirnar Lykillinn að sigri Spieth var klárlega frammistaða hans á flötunum en enginn kylfingur púttaði jafn sjaldan og hann í mótinu. Þá er Spieth ekki einn af þeim högglengri á PGA-mótaröðinni en hann bætti upp fyrir það með hárnákvæmum innáhöggum trekk í trekk. Spieth hefur sigrað á tveimur af síðustu fjórum atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í og endað í öðru sæti í hinum tveimur. Hann virðist því vera ótrúlegu formi þessa dagana, sem minnir óneytanlega á yfirburði Tiger Woods þegar að hann var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug.
Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira